Posts in Markmið
.. að gera í sumar ..

Það er alltaf um þetta leyti sem ég er loksins komin í sumarfrís-tempóið .. loksins. Þó ég sé töluvert að vinna yfir sumarið og dreifi fríi reglulega yfir árið þá er ég í fríi frá ýmsum verkefnum og frá ákveðinni rútínu. En sumarfrís-tempóið er þessi tilfinning að vera meira í flæði, tímafrelsi, þurfa ekki að líta á klukku stóran hluta dags og hafa svigrúm

Read More
Laugavegshlaupið

Laugavegshlaupið 2010 - endað í Emstrum.

Laugardagurinn 17. júlí var dagur Laugavegshlaupsins í ár. Þegar hlaupið var að byrja fyrir 10 árum eða árið 2000, var ég stödd inni í skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum og var að búa mig af stað í mína fyrstu Laugavegsgöngu. Ég er ekki frá því að hafa hugsað þá „þetta geri ég einhvern tíman“ en fannst á þeim tíma sóun að verja bara einum degi í að fara þessa frábæru leið. En hér var ég stödd …

Read More