Sterkari saman!

Einsettu þér að styrkja þig stöðugt og halda þér í styrknum!

Styrktu þig fyrir þig, því þú vilt koma ýmsu í verk. Styrktu þig fyrir þína nánustu til að geta stutt þau á þann hátt sem þú vilt. Styrktu þig fyrir samfélagið því framlag allra skiptir máli til að skapa og efla gott umhverfi.

Settu þér markmið um hvernig þú styrkir þig á allan hátt. Öll getum við styrkt okkur ef við byrjum þar sem við erum. Ef þú ferð tvö skref í dag, farðu tvö skref á morgun og smám saman fleiri. Ein armbeygja í dag og ein á morgun og smám saman fleiri. Ef þú talar við eina persónu í dag, heilsaðu tveimur á morgun. Hugsaðu eina jákvæða hugsun í dag og smám saman fleiri.

Ef þú styrkir þig ertu líka fyrirmynd fyrir aðra, fleiri en þig grunar. Það sem þú gerir, hvetur aðra til að styrkja og efla sig og setja sér næstu markmið. Markmið eru tímasettir draumar og við viljum öll lifa draumana okkar. Markmið eru tækin!

Við erum líkami, hugur og sál. Við erum fortíð, nútíð og framtíð. Við tengjumst öllu fólki, himni og jörðu. Vinnum í að styrkja öll þessi tengsl!