Áhugasviðskannanir gefa okkur góðar upplýsingar um okkur sjálf og óskir varðandi störf. Þær gagnast vel þegar einstaklingur stendur frammi fyrir vali á starfssviði og/eða námsleið. Með meiri upplýsingar erum við líklegri til að taka betri ákvarðanir varðandi náms– og starfsferilinn.
Áhugasviðskannanir gagnast sérstaklega vel til að veita okkur fleiri hugmyndir um störf sem koma til greina fyrir okkur eða til að afmarka og þrengja val á námi og störfum. Þær henta þannig bæði fyrir þá sem hafa fáar hugmyndir eða of margar hugmyndir um hvað kemur til greina.
Áhugasviðskannanir gagnast vel þegar einstaklingur stendur frammi fyrir vali á starfssviði og/eða námsleið. Þær gagnast sérstaklega vel við að koma auga á fleiri valkosti og einnig til að afmarka og þrengja val á námi og störfum sem koma til greina.
Tegundir áhugasviðskannana
Notast er við þrjár gerðir áhugasviðskannana á íslensku og aðstoðar ráðgjafi við að velja hver hentar best fyrir hvern og einn. Þær heita Bendill, Í leit að starfi og Strong (Strong er ekki í boði á íslensku eins og er). Bendill er rafræn könnun og því hægt að taka hana í rafrænni ráðgjöf.
Viðtöl: Fyrir þau sem vilja taka áhugasviðskönnun er komið í tvö viðtöl. Fyrst er undirbúnings- og könnunarviðtal og í seinna viðtalinu er farið yfir niðurstöður og leiðbeint um áframhaldandi úrvinnslu.
Hægt er að koma með eldri niðurstöður í ráðgjafarviðtal fyrir þá sem hafa tekið áhugasviðskönnun áður og rýna í þær.