Náms- og starfsráðgjöf - stefnan þín
Ráðgjöfin aðstoðar þig því við að:
- skoða tilgang þinn, gildismat og stefnu
- forgangsraða, taka ákvörðun og yfirstíga hindranir
- gera áætlun um hvernig þú viðheldur styrk og efla þig til að ná þínum markmiðum
Náms- og starfsráðgjöf er því fyrir okkur öll, alla ævi.
—————————-
Náms- og starfsRáðgjafarviðtal
Staðviðtöl eru í Skipholti 50b, 105 Reykjavík
Einnig hægt að óska eftir netviðtali.
Bókið í Noona.
Líka hægt að senda póst.
Sendu mér skilaboð ef þú finnur ekki tíma sem hentar þér.
Sími 899 8588 eða hronn@thinleid.is
verð
Hvert viðtal 19.000 kr. (um 55-60 mín)
Styttra viðtal 11.000 kr. (um 30 mín)
Áhugasviðsgreining og úrvinnsla fyrir eldri en 17 ára: 53.000 kr. Tvö og hálft viðtal og leyfisgjald fyrir könnunina
Áhugasviðsgreining og úrvinnsla fyrir 15-16 ára: 49.000 kr. Tvö og hálft viðtal og leyfisgjald fyrir könnunina
Fimm viðtala lota, tilboð: 89.000 kr. (greiðist fyrirfram og má dreifa viðtölunum á 6 mánuði)
Margir endurmenntunarsjóðir niðurgreiða eða endurgreiða viðtölin.
Verð gilda út ágúst 2024
Kannanir sem ég legg fyrir:
Áhugasviðskönnunin Bendill (allur aldur og niður að 15 ára
KANS (Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli) Hentar fólki með starfsreynslu. Leyfisgjald 1.000 kr.
VIA styrkleikakönnun
—————————————————————————————————————
Það er mikilvægt að hlakka til að mæta til starfa sem þú sinnir og njóta þess sem þú gerir þar. Vinna og önnur iðja sem tekur stóran hluta af okkar tíma hefur mikið að segja um okkar líðan. Það er því eðlilegt að staldra reglulega við, skoða stöðuna á starfsferlinum og íhuga hvort þú viljir breyta einhverju, hverju og þá hvernig.
Þetta er líka mikilvægt þó þú sért á réttri hillu því með hverri nýrri reynslu fæst nýtt sjónarhorn og nýjar hugmyndir um okkur sjálf sem kallar á að við endurstillum fókusinn og stefnuna sífellt.
Okkur finnst eðlilegt að fara með bíl í skoðun á hverju ári, líka þegar allt er í lagi með hann. Hugsar þú um þig og þína stefnu á sama hátt? Stundum er nóg að gefa sér næðitíma öðru hvoru til að íhuga málin. Áður en þú ferð næst í starfsmannaviðtal væri það góð hugmynd.
Regluleg viðtöl við náms- og starfsráðgjafa er því mjög snjallt. Náms- og starfsráðgjöf hentar ekki bara í skólakerfinu fyrir börn og ungt fólk sem eru að velja nám og starf. Náms- og starfsráðgjöf henntar allt lífið. Hún er til þess að við stöldrum reglulega við og skoðum stefnuna okkar, tilgang og markmið.
Uppfært í júní 2024