Jógagöngur
Jóga-göngur í náttúrunni gefa þér gott tækifæri til að draga þig út úr amstri daglegs lífs, njóta náttúrunnar, tengjast sér betur, efla orku og bara njóta þess að vera.
Viðburðir eru allt árið með mismunandi tímasetningum og lengd. Á vorin og haustin eru vikulegar jógagöngur á kvöldin. Dagsgöngur eru svo á dagskrá sumar og vetur. Takmarkaður fjöldi er í hverja göngu.
Jógaferðir eru líka á dagskrá frá vori fram á sumar, sjá flipann Jógaferðir.
Markmið með jógagöngum
Markmið með því að færa jóga og ráðgjöf út eru fjölmörg. Við förum til dæmis áþreifanlega út fyrir kassann og það hefur áhrif á fíngerðara sviði í undirmeðvitundinni. Það auðveldarokkur að fara út fyrir kassann í óeiginlegri merkingu og fara eigin leiðir eða auðvelda okkur breytingar.
Úti fáum við líka meira súrefni og það gerir okkur bara gott. Sérstaklega ef það er rétt sem sagt er um vesturlandabúa að við líðum mögulega fyrir súrefnisskort vegna of grunnrar öndunar.
Úti erum við líka á hreyfingu sem liðkar okkur og styrkir, hreyfir við sogæðakerfinu og stíflum í orkubrautum. Hreyfingin ýtir við stíflum og fyrirstöðum í líkamanum. Það hefur svo aftur áhrif á fíngerðara sviði og ýtir við huglægum fyrirstöðum.
Ávinningur
Jóga í náttúrunni er frábært til að leiða hugann inn á við um leið og þú tengist betur við jörðina og náttúruna. Ef við viljum hugsa út fyrir boxið þá er það auðveldara ef við FÖRUM út fyrir boxið og förum út úr húsi.
Við erum ein heild og til að efla eigið þor og viljastyrk þá þarf líka að efla og styrkja líkamann. Hreyfing líkamans hjálpar okkur að koma hreyfingu á verkefni og markmið. Að breyta um staðsetningu hjálpar okkur að sjá nýjar hliðar á málum og nýja möguleika.
Ávinningur þinn er að þú:
nýtur náttúrunnar og útiveru
iðka jóga oftar úti
leiðir hugann oftar að eigin stefnu og ásetningi
færð meiri næðitíma fyrir þig og hvíld frá síma og neti
Veðurviðmið
Langoftast viðrar ágætlega til útiveru.
Ef Veðurstofan gefur út appelsínugula og rauða viðvörun FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ eða göngusvæðið
þá fellur jógagangan niður. Við gula viðvörun er staðan metin eftir göngustað.