Starfsorkan og tíminn þinn

- Námskeið til að verja starfsorkuna OG TÍMANN ÞINN -

Þetta er netnámskeið sem hjálpar þér
að fara úr því að vera stöðugt undir álagi og í sama hjólfarinu,
yfir í að hafa skýra sýn á hvað þú ætlar að gera
til að viðhalda og byggja upp þína starfsorku.

Netnámskeið:

Námskeiðið er netnámskeið. Þú getur tekið námskeiðið á þeim tíma þegar þér hentar og á þínum hraða.


er námskeiðið fyrir þig?: 

Ef þér finnst:  

  • áreitið á þér endalaust 

  • að tíminn þinn sé sífellt floginn frá þér 

  • þú ekki hafa tíma fyrir þig og mikilvægu hlutina í þínu lífi. 

  • þig vanta meiri starfsorku. 

  • að markmiðin nálgist ekki. 

  • aldrei neinn tími fyrir það sem þig langar að gera 

Ef þig langar að:

  • auka færni í að halda í þinn tíma fyrir þig

  • að halda í og auka starfsorkuna. 

  • hafa meiri tíma, sjálfstraust og sjálfstæði til að móta þitt starf og persónulegt líf eins og þú vilt.

Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig   

Starfsorkan og tíminn þinn munu gefa þér innblástur og verkfæri til að setja skýr mörk utan um þinn tíma og starfsorku.


Í lok þessa námskeiðs

  • veistu hvað þú ætlar að gera til að halda orku.

  • veistu nákvæmlega hvað þú vilt setja tímann í 

  • hefurðu verkfæri til að móta vana og rútínum,

  • veistu nákvæmlega hverju þú segir já við, 

  • veistu nákvæmlega hverju þú segir nei við, 

  • veist hvað þú gerir til að falla ekki í gömlu hjólförin


 

umsjón:

Hrönn Baldursdóttir heldur námskiðið en hún er reyndur náms- og starfsráðgjafi og hefur unnið við það i tuttugu og þrjú ár. Hún býr því að mikilli starfsreynslu við að vinna með fólki á ýmsum aldri sem er að móta stefnu sína á náms- og starfsferli og endurskoða stefnuna.

Hrönn hefur haldið fjölda námskeiða um ákvarðanir og breytingar á náms- og starfsferli, um val á námi og störfum, um námstækni, starfsumsóknir og um að efla hugrekki og þor.

Námskeiðið Starfsorkan og tíminn þinn hefur hún haldið sem staðnámskeið síðan 2017 er námskeiðið kallaðist þá Súrefnisgríman þín.



Hrönn fék viðurkenningu frá Félagi náms- og starfsráðgjafa (FNS) árið 2023 fyrir fagmennsku og nýsköpun í starfi.

 

Innihald

  • NÁMSKEIÐIÐ ER Í ÞREMUR HLUTUM

  • NÍTJÁN MYNDBÖND SEM LEIÐA ÞIG Í VERKEFNIN

  • 12 VERKEFNABLÖÐ og 4 verkefnablöð í bónus

kaflaskipting námskeiðsins

Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta auk inngangs og lokakafla:

  • Inngangur - Útskýring á námskeiði og vinnunni á námskeiðinu.  

  • Hluti 1 - Að kortleggja stöðuna. 

  • Hluti 2 - Framtíðarsýnin mín. Hvert vil ég stefna, hvernig vil ég hafa mitt daglega líf og starf. 

  • Hluti 3 - Að móta leiðina þangað og hvenær og hvernig ég kemst þangað. Byrja að breyta venjum. 

  • Lok - Draga saman og næsta skref. 

Mjög góð vefgátt heldur utan efnið og auðvelt að sjá hvaða hluta eru búnir og hvar þú byrjar næst ef þú hefur tekið hlé.

lengd:

Námskeiðið inniheldur fyrirlestra og verkefni sem þú vinnur á þínum hraða og þegar hentar þér. Það samsvarar um 4 - 6 klukkustunda námskeiði og er bútað niður í þrjár lotur. Loturnar innihalda nokkur verkefni til sjálfsvinnu hvert, alls 12 pdf-verkefni.

Hægt er að ljúka námskeiðinu á hálfum degi í góðu næði auk 1 - 2 klukkustunda vinnu viku seinna eða vinna efnið smám saman yfir eina til tvær vikur eða annað sem hentar.

Bónusefni

  • Að auki fylgja leiðbeiningar um tvær öndunaræfingar og tvær hugleiðslur sem eru góðar til að auka orku og einbeitingu

  • Auk þess er það aukabónus að hafa aðgang að efninu í hálft ár og geta á þeim tíma alltaf farið í gegnum námskeiðið og verkefnin aftur

Hagnýtt

Þetta er hagnýtt námskeið þar sem þú íhugar þínar venjur í starfi og einkalífi. Þú skoðar þitt starfsálag og ferð yfir hvernig þú getur varið starfsorkuna. Vinnur verkefni sem styrkja þig í að setja þér mörk varðandi álag, út frá þeirri orku og tíma sem þú hefur yfir að ráða.

Fjallað er um hvað endurnærir og gefur orku. Fjallað um líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir. Á námskeiðinu gefst rými til að skoða hvernig þú sinnir þessum þörfum, hvort þú viljir sinna þeim á annan hátt og hvernig og hvenær ætlunin er að gera það. 

Myndlíking við súrefnisgrímuna
Það er Súrefnisgríman er myndlíking við öryggisupplýsingar í flugi þegar okkur er sagt að festa fyrst súrefnisgrímuna á okkur sjálf og aðstoða svo samferðafólk. Til að geta sinnt sínum störfum og verkefnum þarf að viðhalda eigin heilsu og jafnvægi. Inntak námskeiðsins er því að yfirfara súrefnisgrímuna þína og festa hana betur á þig til að geta sinnt því sem þig langar til að sinna.


Með námskeiðinu færðu sem sagt:

  • ➡ Ýtarlegt grunnyfirlit um hvernig staðan er hjá þér og hvernig þú vilt halda utan um orkuna og tímann

  • ➡ Skýran ramma til að vinna inn í þín áform

  • ➡ Rafrænt netnámskeið í þremur hlutum, með 19 myndböndum og 12 verkefnum

  • ➡ Námskeiðið flokkast sem starfsþróun, sjálfsefling og endurnýjun og ætti því að fást styrkt af stéttarfélögum.

Virði þess sem þú færð jafnast á við 60.000 kr. námskeið eða viðtalssyrpu
og er í boði á aðeins 19.000 kr.


ferlið við að kaupa námskeiðið

ÞÚ SKRÁIR ÞIG HÉR Á SÍÐUNNI - ÞÚ FÆRÐ SENDAN TENGIL AÐ GREIÐSUSÍÐU OG INNSKRÁNINGARSÍÐU - ÞÚ SKRÁIR ÞIG INN Á SÍÐUNA - ÞÚ FERÐ Í GEGNUM MYNDBÖNDIN OG VERKEFNIN Á ÞÍNUM HRAÐA - ÞÚ HEFUR AÐGANG AÐ NÁMSKEIÐINU Í HÁLFT ÁR

Greiðsla

Hægt er að greiða með tvennu móti:
1) með Paypal og þá fæst aðgangur strax (verðið er þá í dollurum) og þú smellir á “Skrá mig” eða
2) með því að millifæra upphæðina (19.000 kr.) á reikninginn 515-26-560617, kt. 5606171510. Senda tilkynningu á netfangið hronn@thinleid.is og þú færð aðgangsslóð samdægurs eða daginn eftir. Smellir á “Greiða með millifærslu”.

Verð: 

19.000 kr.

Ræktum okkur sjálf og stöndum vörð um okkar eigin tíma og orku.
þannig getum við blómstrað meira og
gefið af okkur til heimsins og okkar nánustu

Nánari upplýsingar gefur Hrönn í síma 899 8588 eða hronn@thinleid.is 

Uppfært maí 2024