Skipulag og tímastjórnun  

  • Námskeið um skipulag, tímastjórnun og dæmi um dagbækur

  • leggðu línurnar fyrir komandi mánuði eða ár

  • Bættu yfirsýn og árangur

  • Forðastu frestun  

Lýsing

Námskeið um dagbókanotkun og skipulagsvenjur sem gefa þér auka klukkustundir í vikuna.
Farið yfir grunnatriði skipulags og tímastjórnuna fyrir þitt daglega líf. Rætt um dagbækur á pappírsformi, rafrænar dagbækur og bullet journal punkta-dagbókarformið.

Hér gefst tækifæri til að skoða hvernig þú notar tímann og hvar tímaþjófarnir eru.

Undirbúðu breytingar sem gefa þér árangursríkt næsta ár, með aukinni yfirsýn og skipulagi.

Tími

Netnámskeið:
Næsta námskeið hefur ekki verið dagsett.

Staður

Leiðbeinandi er:

Hrönn Baldursdóttir, náms- og starfsráðgjafi.
Hefur starfað sem náms- og starfsráðgjafi í rúm tuttugu ár, er í Félagi náms- og starfsráðgjafa og starfar skv. siðareglum þess.

VERÐ: 

- Mundu að þú átt þinn tíma. Farðu vel með hann svo þú eigir tíma aflögu fyrir það sem þér er mikilvægt -

Uppfært í mars 2024