Traustur grunnur
Hatha-yoga er hugsað sem undirbúningsjóga. Ef við eigum að geta setið tímunum saman og hugleitt - eða þó ekki væri nema í korter - þá þarf líkaminn að vera undir það búinn. Annars finnum við fljótlega fyrir verkjum og stirðleika og þá er einbeitingin sem þarf fyrir hugleiðslu rokin út í veður og vind.
Áhrifin af hatha-yoga ástundun eru: betri líkamleg líðan, betri melting, aukin einbeiting, betri svefn, aukið andlegt jafnvægi og meira sjálfstraust. Margt fleira mætti nefna en í heildina erum við mun betur í stakk búin að takast á við amstur daglegs lífs.
Í stuttu máli:
Yoga eykur: sjálfstraust, viljastyrk, næmni, einbeitingu, sjálfsþekkingu og getu til að sitja lengi í hugleiðslu.
Yoga bætir: andlega og líkamlega líðan, svefn, meltingu, líkamsstöðu, samskipti og fleira.
Uppfært júlí.2023