Bóka viðtal

Hægt er að bóka starfs- eða námsráðgjafaviðtal á bókunarkerfi Noona. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan.

Einnig hægt að hafa samband í síma 899 8588 eða senda úr eigin netfangi til mín: hronn@thinleid.is 

STARFSRÁÐGJÖF

Það er mikilvægt að hlakka til að mæta til vinnu og njóta þess sem þú gerir þar. Vinna og önnur iðja sem tekur stóran hluta af okkar tíma hefur mikið að segja um okkar líðan. Það er því eðlilegt að staldra reglulega við, skoða stöðuna á starfsferlinum og íhuga hvort þú viljir breyta einhverju.

Þó það sé mikilvægt að taka stöðuna reglulega er alls ekki algengt að fólk geri það. Margir verja meiri tíma í að íhuga sumarfríið en starfsferilinn. Samt er hefðbundið sumarfrí hjá launþegum 3-6 vikur en vinnutíminn á ári um 45-48 vikur! Þetta er líka mikilvægt þó þú sért á réttri hillu því með hverri nýrri reynslu fæst nýtt sjónarhorn og nýjar hugmyndir um okkur sjálf sem kallar á að við endurstillum fókusinn og stefnuna reglulega.

Það er oft talað um að hugsa út fyrir boxið. Við erum öll ólík (þó við séum lík í mörgu) og sama leiðin hentar okkur ekki öllum. Sem sagt, við ættum öll að fara mismunandi leiðir, þ.e. okkar eigin leiðir. Þegar við ætlum að hugsa út fyrir boxið til að finna okkar eigin sérstöku leið þá er mjög gagnlegt að FARA út fyrir boxið. Fara út úr húsi og út. Það hefur áhrif á hugann, hugmyndir og ákvarðanir og því nota ég þá aðferð þegar verkefnið er að skoða nýjar leiðir og nýja stefnu.

Uppfært í okt. 2022