16.september — 25.nóvember 2024

Námskeið um stefnuna framundan,
hetjuferðina þína og lífsgildi

  • HVERNIG VILTU VAXA?

  • HVAÐA HUGREKKI VILTU EFLA?

  • HVAÐA ÁSKORUN VILTU SETJA ÞÉR?

  • Heyrirðu hvað kallar á þig?

  • Viltu leggja í þá hetjuferð?

    Hér er TÆKIFÆRI FYRIR ÞIG til að:

  • undirbúa leiðina áfram

  • svara markvisst þessum spurningum

  • fá meðbyr og hvatningu

Námskeið fyrir konur:

Það er mannlegt að vilja efla sig og bæta, prófa eitthvað nýtt eða leggja sitt af mörkum í alls konar. Oft miðar samt hægar og minni tími aflögu en við vildum. Okkur hefur kannski langað eitthvað lengi en ekki fundið tíma, orku eða hugrekki til að gera það ….. eða bara ekki komið okkur í að taka ákvörðun um það. Því er mjög árangursríkt að taka þátt í markvissri dagskrá með hópi sem hittist reglulega með þetta sameiginlega markmið.

Upplýsingarnar um hvað kallar á okkur koma innan frá. Því þarf að vera til staðar næði og tími til að heyra kallið, íhuga hvað okkur langar, tala um það og pæla í því. Með því móti taka draumar og langanir á sig skýrari mynd og síðan eflum við hugrekki og þor til að taka til við nýja hluti sem okkur dreymir um.

Þegar vissan er komin um hvað við viljum þá er hetjuferð framundan til að sinna kallinu. Fara í þá ferð eða leiðangur til að framkvæma það sem kallar á okkur. Sú ferð krefst hugrekkis og áræðni. Til að auka líkurnar á að við leggjum af stað í þá vegferð er fyrsta málið að vinna þessa undirbúningsvinnu sem þetta námskeið býður upp á.

Námskeiðið Þín leið áfram hefst í september og stendur fram í nóvember. Hist er í tíu skipti alls. Af þeim eru sex skipti innandyra og fjögur skipti utandyra í göngu í náttúrunni.

Þetta eru markvissar vinnulotur með fjölbreyttum nálgunum. Unnið er með hugrekki, drauma, viljastyrk, gildismat, markmið, sjálfsþekkingu og sjálfsstyrkingu. Hver og ein finnur sín atriði til að vinna með út frá setningunum hér í byrjun.
(Styrkhæft hjá VIRK).

Dagskrá haust 2024:

Hist er annan hvern mánudag kl. 17 - 19 og þriðja hvern laugardag:

Vinnustundir utandyra 2024:

  • 21. sept. Hvalfjarðarbotn, Glymur. Kl. 10 - 15

  • 12. okt. Að heita læknum í Reykjadal og Ölkelduhnúk kl. 10 - 15

  • 2. nóv. Gönguleið á Þingvöllum kl. 10 - 14

  • 23. nóv. Metið þegar nær dregur. 4 klst.

Vinnustundir innandyra:

  • 16.sept., kl. 17.00 - 19.00

  • 30.sept., kl. 17.00 - 19.00

  • 14. okt., kl. 17.00 - 19.00

  • 28. okt., kl. 17.00 - 19.00

  • 11. nóv., kl. 17.00 - 19.00

  • 25. nóv., kl. 17.00 - 19.00

Nánar:

Við vöxum upp í draumana okkar. Margt af því sem við einu sinni treystum okkur ekki til, getum við gert í dag enda eflumst við með hækkandi aldri og reynslu. En lífið er líka alls konar og atburðir og aðstæður valda stundum bakslagi í sjálfstrausinu. Því verðum við líka að vinna jafnt og þétt í að viðhalda eigin styrk, efla okkur og næra draumana.  

Dagskráin gengur út á að vinna með þetta. Umfjöllun um drauma, hvatning og tækifæri til að vinna með það sem þú vilt efla með þér og vaxa upp í.

Vinnustundirnar innandyra: þar erum við að ræða um og skoða spurningarnar hér efst, kryfja hvað kallar á okkur og velta fyrir okkur möguleikunum. Vinna með ásetning, viljastyrk, sýn og taka ákvarðanir.  Eitt einstaklingsviðtal er innifalið og einnig stutt símtal við upphaf námskeiðsins.

Vinnustundirnar utandyra: Þar erum við að losa okkur við hindranir, stíga yfir þröskulda og efla hugrekki og styrk. Við erum að efla okkar þor og vinna með að hlusta á innra kallið og þora að fara í þá hetjuferð sem þarf til að sinna kallinu. Ganga ákvarðanir inn í merg og bein. Í þeirri vinnu er mjög mikilvægt og áhrifaríkt að vera utandyra. Fara í örlitlar ferðir og efla sig til að geta farið í stærri ferðir, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.

Flest af þessu getum við vel gert ein en oft er það félagsskapurinn
sem kemur okkur lengra.

Það segir í góðu máltæki;
Ef þú vilt fara hratt, farðu ein. Ef þú vilt fara langt, farðu með öðrum.

Þetta er hagnýtt námskeið og leidd sjálfsvinna til sjálfsþekkingar og sjálfsstyrkingar. Það byggir meðal annars á aðferðum Lífsvefsins sem Vanadís, Valgerður H. Bjarnadóttir hefur þróað í áratugi.   

Staðsetning:

Innitímarnir eru í Skipholt 50b

Útitímarnir eru á suðvesturhorninu og keyrt í samfloti að upphafsstað hverrar göngu. Tímasettningin er miðuð við brottför frá borginni en farið er á eigin bílum eða sameinast í bíla.

Skráning:

Námskeiðið er fyrir konur. Takmarkaður fjöldi.

verð:

59.000 kr.


Uppfært í apríl 2024