Námstækni

Hvað er ..

Námstækni er vinnulag í námi og starfi. Aðferðir og tækni sem við notum til að nám gangi sem best og til að tileinka okkur þekkingu og til að koma henni vel frá okkur. Góðar vinnuaðferðir í námi og starfi skipta öllu um það hvernig okkur gengur.

Við þjálfum upp góða námstækni til þess að muna metur, halda athyglinni betur og til að auka skilning á nýju námsefni.

Í námstækni felst líka skipulag og tímastjórnun (a.k.a. sjálfsagi). Við temjum okkur að nýta tímann vel enda viljum við líka hafa tíma í hvíld, félagslíf og tómstundir.

Þar sem fólk er ólíkt
þá hentar ekki öllum það sama.
Það er mikilvægt að prófa sig áfram og kanna hvað hentar þér.

Námstækni má skipta í þrjú svið: 

  • Almenn námstækni - að taka inn nýja þekkingu. Þar á meðal er lestur námsefnis, glósutækni, minnistækni, markmiðasetning, námsaðstæður, lífsstíll og sjálfshvatning.

  • Tímaskipulag. Það snýst um að ná að sinna skyldum, hvíld og öðru sem við þurfum og langar til að gera. Þessi kunnátta nýtist í námi, starfi og einkalífi.

    Skipulagsböð til að prenta út eru Hér á síðunni

  • Próf-, ritgerða- og frammistöðutækni - að miðla því sem við höfum lært. Hvernig tekist er á við álag vegna prófa, ritgerðasmíða og fyrirlestra eða ræðuhalda.


Námsstíll

Við lærum á mismunadi hátt og það hentar ekki öllum það sama.

Við notum skynfærin til að koma upplýsingum í minnið og kenna likamanum og huganum ýmsa færni.

Námsstíll eru mismunandi leiðir til að læra, leiðir til að koma okkur í námsgír og hvaða skynfæri hennta okkur best að nota.

Námsstíll segir okkur hvaða skynfæri er okkar hraðbraut inn í minnið, heyrnin, sjónin, snertiskyn, hreyfiskyn eða annað.

Taktu námsstílsprófið sem er ókeypis á netinu. Það er á íslensku og fleiri tungumálum: Hér er námsstílspróf á ýmsum tungumálum

 

Námstækninámskeið fyrir foreldra

Áttu barn í grunn- eða framhaldsskóla?

Yfirlitsnámskeið fyrir foreldra sem vilja fá meiri innsýn í námstækni til að styðja betur við nám barna sinna.

Námskeiðið á erindi til foreldra sem eiga börn á miðstigi, unglingastigi og í byrjun framhaldsskóla.

Dagskrá: Fjallað verður um helstu þætti námstækni

  • Glósutækni

  • Lestrartækni

  • Minni og einbeitingu

  • Námsstíla

  • Skipulag og úthald við nám

Tími: nánar síðar

Staður: Zoom
Verð: