Stefnan þín

HVERT VILTU STEFNA NÚNA?

Þín framtíð er óþekktur staður og enginn getur sagt þér hvernig þar er. Þú getur skapað þína framtíðarsýn og með atorku látið þá draumsýn rætast. Byrjaðu á að láta þig dreyma eða sjá þig fyrir þér að vinna við hin ýmsu verkefni. Vitundin um hvað þú vilt gera, þróast eftir því sem þú hugsar meira um þetta og með reynslu.

Þegar þú veist að hvaða starfi eða starfssviði þú stefnir er auðveldara að hefja leit að réttri námsbraut og skóla. Í upphafi skyldi endinn skoða er máltæki sem á vel við hér. Kynntu þér hvaða undirbúnings starfið og vinnan krefst og kynntu þér inntökuskilyrði í námið sem þarf. Kannaðu hvort ákveðin námsbraut henntar úr framhaldsskóla eða hvort ákveðins fjölda eininga er þörf í einhverjum tilteknum námsgreinum.

Þegar ljóst er hvaða námsbraut í framhaldsskóla hentar fyrir starfið eða háskólanámið, geturðu skoðað í hvaða skólum sú braut er í boði og valið um skóla. Næsta skref er upplýsingasíða um allt nám í formlega skólakerfinu á Íslandi.

Mundu að það má skipta um skoðun og oft þurfum við að fara krókaleiðir til að finna okkar leið.

No one has been to your future!

thin leid