Ráðgjafarviðtal

Ef þú átt bíl, ferðu þá ekki árlega með hann í ástandsskoðun. Sama með gæludýr og börn, það er farið með þau reglulega í skoðun að kanna heilsu og þroska.

Hvað með þig? Ferð þú reglulega í tékk? Jú kannski vegna heilsunnar en við erum ein heild, sállíkami og verðum að skoða heildina til að vera sátt og ánægð. Starfsferillinn, nám og það sem við tökum okkur fyrir hendur í frítíma er stór hluti vökutímans. Það er svo stór hluti okkar lífs að það er ástæða til að gefa því gaum reglulega. Gefa þér tíma til að íhuga á hvaða leið þú ert og hvort þú finnir sátt með þá leið og stöðuna þína í dag.

Þú getur gefið þér hálfan eða heilan dag öðru hvoru yfir árið til að pæla í þessu. Þú gætir farið í viðtal til náms- og starfsráðgjafa til að íhuga þetta og taka stöðuna. Það má á öllum aldri. Gefðu þér þennan tíma til að íhuga þetta því annars er hætt við að þú “bræðir úr vélinni”. Mundu eftir að hugsa jafnvel um þig og bílinn / barnið / gæludýrið.

Hér er dæmi um það sem rætt er um við náms- og starfsráðgjafa er: áhugamál, gildismat, hæfni, styrkleika, að yfirvinna veikleika, störf, námsframboð, markmið, hvernig þú nærð markmiðum, þarfir, námsgeta, náms– og starfsval, starfsumsóknir, atvinnuviðtöl, sjálfstraust, samskipti, starfsferilinn og mögulegar hindranir að markmiðum. Þú velur.

Hrönn Baldursdóttir