Tímaskipulag: Hér eru ýmis gagnlega skjöl til að prenta út:

  • viltu gagnleg hjálpartæki við tímaskipulag

  • þú getur sparað þér tíma og nýtt hér tilbúin eyðublöð

  • mánaðaráætlanir - vikuáætlanir - verkefnayfirlit ..

Stundum fer lítill tími í að íhuga framtíðarmarkmið og drauma. Meiri tími fer jafnvel í að skipuleggja sumarfríið en restina af árinu. 

Það er þess virði að setja sér markmið reglulega og vinna að því að ná þeim. Það gerist ekki fyrirhafnarlaust. Það kostar sjálfsaga, skipulag og vinnusemi en þessir kostir færa þér líka frelsi og gleði. Þegar þú hefur tekið stefnuna er komið að því að láta verkin tala og framkvæma ...

—————————————————————————————————————————————————————

Skráðu þig á póstlistann til að fá vikulegar íhuganir og umfjöllun
um starfsferilinn, námsferilinn,
árangur og markmiðavinnu

—————————————————————————————————————————————————————

Fjárfestu í þeirri starfsorku sem þú vilt hafa með því að verja meiri tíma fyrir þig.

Smelltu hér til að opna skjalið hér til hægri.

 

——————————————————————————————————————————————————————

Mánaðaráætlanir:

Mánaðaráætlanir eru góð verkfæri til að skipuleggja tímann. Þær geta verið góð viðbót við dagbækur og eru hugsaðar til að setja upp á vegg til að auka yfirsýn.

Inn á þær er gott að setja ýmsa viðburði sem eru á döfinni hjá þér eða fjölskyldumeðlimum. Til dæmis frí, ferðir, afmæli, skilaverkefni, próf, heimsóknir, læknaheimsóknir, viðhald á húsnæði, vinnutengda viðburði og annað.

Mundu bara að hafa áætlanirnar þar sem þú sérð þær oft, helst á vegg eða ísskáp.

2024

Fjórir mánuðir saman á síðu:

Jan. - apríl 2024
Maí - ágúst 2024
Sept. - des. 2023

Þrír mánuðir saman á síðu:

Vor 2024
Sumar 2024
Haust 2023
Vetur 2023-2024


upphaf skólaárs - gátlisti

Vikuáætlun:

VIKUÁÆTLUN getur verið gagnleg fyrir þau sem vilja hafa sjónræna yfirsýn yfir rútínur vikunnar. Hvenær er vinna, skóli, matartímar, hreyfing, tómstundir og fleira. Hún gagnast bæði þegar við höfum mikinn tíma aflögu eða lítinn. Þegar er mikið að gera og margir spaðar á lofti er vikuáætlun góð til að sjá hvar er hægt að gera ráð fyrir hverju verkefni. Þegar við höfum mikinn tíma aflögu komum við stundum litlu í verk nema við ákveðum fyrirfram hvað við ætlum að gera við tímann. Munum að setja inn tíma fyrir hvílt, svefninn og frítíma fyrir “ekkert”.



Verkefnayfirlit:

Í námi og vinnu getur verið gott að hafa yfirlit yfir verkefnin og hvenær þau eiga að vera tilbúin. Hægt er að nota ýmis verkefnastjórnunarskjöl, forrit og smáforrit en stundum á einfaldleikinn líka við. Hér er dæmi um einfalt blað með yfirliti yfir verkefni í einstökum fögum í námi og hægt að prenta það út eða nota sem hugmynd og móta sitt eigið. Foreldrar geta líka notað slík blöð til að hafa yfirsýn yfir verkefni sem börn þeirra eiga að ljúka við í náminu.

Hér má nálgast VERKEFNAYFIRLIT .

 

ÁRSYFIRLIT yfir hreyfingu eða annað. Viltu fylgjast betur með ársmarkmiði þínu? Hér er einfalt yfirlit sem þú gætir sett upp á vegg eða ísskáp og hært inn þá hegðun eða venjur sem þú vilt auka og viðhalda hjá þér. Blaðið gætirðu notað til að fá yfirlit yfir hreyfingu, lestur, útiveru eða hvaðeina.

——————————————————————————————————————————————————————————————————————

Munum að við höfum mikla möguleika á að taka stjórn í eigin lífi. Þetta er spurning um að taka ákvörðun um það sem er í okkar valdi að ákveða. Það kristallast vel í því sem Lewis Carol skrifaði í Lísu í Undralandi:

„Viltu vera svo vænn að segja mér, hvaða leið ég á að velja svo ég komist héðan“ sagði Lísa.
„Það fer nú eftir því hvert þú vilt fara“, sagði kötturinn.
„Mér er eiginlega alveg sama“, sagði Lísa.
„Þá er líka alveg sama hvaða leið þú ferð“, sagði kötturinn.