TIL BAKA

Gönguhugleiðslan 2019:  

Gönguhugleiðslan er haldin utandyra á höfuðborgarsvæðinu. Langoftast viðrar ágætlega til útiveru en ef Veðurstofan gefur úr gula, appelsínugula og rauða viðvörun fyrir Höfuðborgarsvæðið þá fellur gönguhugleiðslan niður.

Janúar og febrúar 2019:

  • Mánudagar kl. 17.15-18.00 í Laugardal, hist við inngang í Grasagarðinn og húsdýragarðinn.

  • Miðvikudagar kl. 17.15-18.00 á Klambratúni, hist framan við Kjarvalsstaði

Mars 2019:

  • Mánudagar kl. 17.15-18.00 í Laugardal, hist við inngang í Grasagarðinn og húsdýragarðinn.

——-

Stöku sinnum verður gönguhugleiðsla á öðrum stöðum og öðrum tíma, allt eftir veðri og er þá auglýst á facebook-hópnum „Jógagöngur – Þín leið

Verð:

  • Stök skipti 1.200 kr

  • 10 tíma klippikort 9.000 kr. (vinir/vinkonur/skyldmenni geta samnýtt kort)

Skráning og mæting
Gott að skrá sig á netfangið hronn@thinleid.is, í síma 899 8588 eða gegnum facebook-síðuna “Þín leið”. Á facebook-hópnum "Jógagöngur-Þín leið" er hægt að fylgjast með nánari upplýsingum. Oftast hægt að mæta beint.

Gönguhugleiðsla er einföld, byggir á gömlum grunni og er mjög árangursrík. Öndun og ganga eru í raun grundvallarathafnir okkar tilveru og sem við framkvæmum oft án umhugsunar. Í gönguhugleiðslu eru þessar athafnir tengdar saman á markvissan og meðvitaðan hátt auk þess að stjórna hvert við beinum athyglinni.

Meðvituð öndun er þjálfuð í takt við gönguna og athyglinni er beint að mismunandi þáttum. Teknar eru hugleiðslulotur á göngu og einnig gerðar léttar æfingar á milli þess sem er gengið. Hægt að ná fram mismunandi áhrifum allt eftir því hver öndunartakturinn er og að hverju hugleiðslan beinist. Æfingarnar í hverjum tíma eru því breytilegar.

Gönguhugleiðslan fer oftast fram utandyra á höfuðborgarsvæðinu en einnig er hægt að stunda hana innandyra.

Klæðnaður
Gengið er stutt í einu og á litlu svæði. Gengið er frekar rólega á milli þess sem er stoppað og gerðar léttar standandi æfingar. Það næst því tæplega að ganga sér til hita og því mikilvægt að vera í hlýjum og skjólgóðum fötum. Muna eftir húfu og vettlingum. Gengið er bæði á malbikuðum stígum, malarstígum og í grasi/snjó þannig að skóbúnaður ætti að taka mið af því.

Áhrif gönguhugleiðslu
Orkan sem við fáum kemur bæði í magni og gæðum. Við finnum muninn á okkur þegar við búum yfir mikilli eða lítilli orku. Eins finnum við muninn þegar við búum yfir gæðaorku en þá er eins og öll okkar kerfi, líkamleg og andleg, komist í annan gír eða séu samstillt á nýjan hátt. Hugleiðsla gefur þessa gæðaorku eða lífsþrótt (vitality) og gönguhugleiðsla þar með. Áhrifin eru:

 - aukin líkamleg, andleg og tilfinningaleg heilsa
 - aukin orka
 - betra skap og betri stjórnun á skapsveiflum
 - aukinn skýrleiki, innsæi og athygli
 - nám og sköpun ganga betur
 - aukin tilfinning fyrir að vera í tengslum við sjálfan sig og umhverfið