Starfsorkan og tíminn þinn

- Námskeið til að verja starfsorkuna OG TÍMANN ÞINN -

finnst þér áreitið á þér endalaust?
er tíminn þinn sífellt floginn frá þér?
er aldrei neinn tími fyrir það sem þig langar að gera?

- ef svörin eru já, gæti þetta námskeið hentað akkúrat núna -

Ef þér finnst:  

  • þú ekki hafa tíma fyrir þig og mikilvægu hlutina í þínu lífi. 

  • þig vanta meiri starfsgleði. 

  • að markmiðin nálgist ekki. 

  • þú óánægð af því mestur tíminn fer í annað en það sem þú vilt helst. 

  • að aðrir ásælast þinn tíma og þeim finnist eðlilegt að konur vinni meiri ólaunaða vinnu. 

Ef þig langar að:

  • auka færni í að halda í þinn tíma fyrir þig

  • að halda í og auka starfsorkuna. 

  • hafa meiri tíma, sjálfstraust og sjálfstæði til að móta þitt starf og persónulegt líf eins og þú vilt.

Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig   


NÁMSKEIÐ ÞAR SEM ÞÚ VINNUR ÁÆTLUN TIL AÐ VERJA STARFSORKUNA ÞÍNA
Hagnýtt námskeið þar sem þú íhugar þínar venjur í starfi og einkalífi. Þú skoðar þitt starfsálag og ferð yfir hvernig þú getur varið starfsorkuna. Vinnur verkefni sem styrkja þig í að setja þér mörk varðandi álag, út frá þeirri orku og tíma sem þú hefur yfir að ráða.

Fjallað er um hvað endurnærir og gefur orku. Fjallað um líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir. Á námskeiðinu gefst rými til að skoða hvernig þú sinnir þessum þörfum, hvort þú viljir sinna þeim á annan hátt og hvernig og hvenær ætlunin er að gera það. 


STARFSORKAN
Það er Súrefnisgríman er myndlíking við öryggisupplýsingar í flugi þegar okkur er sagt að festa fyrst súrefnisgrímuna á okkur sjálf og aðstoða svo samferðafólk. Til að geta sinnt sínum störfum og verkefnum þarf að viðhalda eigin heilsu og jafnvægi. Inntak námskeiðsins er því að yfirfara súrefnisgrímuna þína og festa hana betur á þig til að geta sinnt því sem þig langar til að sinna.

Netnámskeið:

Námskeiðið er netnámskeið og verður í boði frá mars 2024.
Þú getur tekið námskeiðið á þeim tíma þegar þér hentar og á þínum hraða.

lengd:

Námskeiðið inniheldur fyrirlestra og verkefni sem þú vinnur á þínum hraða þegar hentar þér. Það samsvarar um 4 - 6 klukkustunda námskeiði og er bútað niður í þrjár lotur. Loturnar innihalda nokkur verkefni til sjálfsvinnu hvert.

 

umsjón:

Hrönn Baldursdóttir, náms- og starfsráðgjafi heldur námskeiðið.
Hún hefur starfað sem náms- og starfsráðgjafi í tuttugu og þrjú ár.

Verð: 

19.000 kr.

Námskeiðið flokkast sem starfsþróun, sjálfsefling og endurnýjun og ætti því að fást styrkt af stéttarfélögum.
Nánari upplýsingar gefur Hrönn í síma 899 8588 eða hronn@thinleid.is 

Uppfært mars 2024