Skilti-autt-fullst.JPG
Framtíð minni.jpg
_MG_8008.jpg
Skilti-autt-fullst.JPG

Starfsráðgjöf


SCROLL DOWN

Starfsráðgjöf


TIL BAKA

Það er mikilvægt að hlakka til að mæta til vinnu og njóta þess sem þú gerir þar. Vinna og önnur iðja sem tekur stóran hluta af okkar tíma hefur mikið að segja um okkar líðan. Það er því eðlilegt að staldra reglulega við, skoða stöðuna á starfsferlinum og íhuga hvort þú viljir breyta einhverju. Þó að þetta sé mikilvægt er alls ekki algengt að fólk íhugi stöðuna reglulega. Margir verja meiri tíma í að íhuga sumarfríið en starfsferilinn. Samt er hefðbundið sumarfrí hjá launþegum 3-6 vikur en vinnutíminn á ári um 45-48 vikur! Þetta er líka mikilvægt þó þú sért á réttri hillu því með hverri nýrri reynslu fæst nýtt sjónarhorn og nýjar hugmyndir um okkur sjálf sem kallar á að við endurstillum fókusinn og stefnuna sífellt.

Það er oft talað um að hugsa út fyrir boxið. Við erum öll ólík (þó við séum lík í mörgu) og sama leiðin hentar ekki öllum. Sem sagt, við ættum öll að fara mismunandi leiðir, þ.e. okkar eigin leiðir. Þegar við ætlum að hugsa út fyrir boxið til að finna okkar eigin sérstöku leið þá er mjög gagnlegt að FARA út fyrir boxið. Fara út úr húsi og út. Það hefur áhrif á hugann, hugmyndir og ákvarðanir og því nota ég þá aðferð þegar verkefnið er að skoða nýjar leiðir og nýja stefnu.

—————————-

NÁMSKEIÐ í haust/vetur:

ÞÍN LEIÐ Í STYRKINN: 
Námskeið um breytingar, styrk og aðlögun að breytingunum

Um námskeiðið: Námskeiðið fjallar um breytingar sem við viljum, þurfum eða höfum verið að gera á lífi okkar. Um aðlögun að þeim breytingunum og aukinn styrk. Unnið með þessi atriði frá ýmsum hliðum auk ýmissa æfinga. Heildstætt fimm vikna lokað námskeið.

Í leik og starfi erum við oft að breyta um áherslu og stefnu, undirbúa okkur fyrir breytingar eða aðlaga okkur að þeim. Þegar breytingar eiga sér stað hjá okkur þurfum við á (meiri) styrk að halda og því er mikilvægt að gera ráðstafanir til að viðhalda styrknum.

Á námskeiðinu verður fjallað almennt um breytingar, velkomnar og óvelkomnar og fjallað um óttann við að breyta. Þátttakendur skoða hvort eitthvað hindri þá við breytingar (t.d. breytingar á starfi, vinnuumhverfi eða venjum) og velja leiðir framhjá mögulegum hindrunum. Fjallað er um styrk og úthald og nokkrar leiðir til að auka og viðhalda eigin styrk. Gönguferðir, ráðgjöf og jóga eru nýtt til að vinna með þessi atriði.

Tímabil:   29. október - 28. nóvember 2019 

Tími:   Dagskráin er tvisvar sinnum í viku:

  • Á þriðjudögum, kl. 13.15 - 15.15

  • Á fimmtudögum, kl. 13.15 - 15.15

Dagskrá:    Unnið með ásetning – eflum innri og ytri styrk – íhugum mögulegar breytingar á starfsferilinum og áherslum í lífinu – njótum Yoga Nidra innandyra – förum í léttar gönguferðir með útiyoga.

  • þriðjudagar, kl. 13.15 - 15.15 Efni námskeiðs tekið fyrir, ásetningur, verkefni, umræða og Yoga Nidra (leidd hugleiðsla í liggjandi djúpslökun). Alls 5 skipti, innandyra.

  • Fimmtudagar, kl. 13.15 - 15.15 Gönguferð í nágrenni höfuðborgarinnar ásamt ýmsum jógaæfingum. Alls 5 skipti, utandyra.


Verð:  22.500 kr.
Innifalin er könnunin „Aðlögun að náms- og starfsferli“ (KANS) en hún gefur fólki vísbendingar um hvaða þætti það þarf að skoða og styrkja til að takast betur á við breytingar (viðurkennd könnun sem náms- og starfsráðgjafar nota). Lágmarksfjöldi þáttakenda eru sjö og hámark tólf.

Námskeiðshaldari: Hrönn Baldursdóttir, náms- og starfsráðgjafi og jógakennari

Skráning: hjá Hrönn í síma 899 8588 eða hronn@thinleid.is 

Framtíð minni.jpg

Þín leið á starfsferlinum


Þín leið á starfsferlinum


TIL BAKA

Námskeiðið "Þín leið á starfsferlinum": 

Starfsferillinn er meira en launuð vinna og störf. Hann nær líka til launaðra og ólaunaðra verkefna sem við tökum að okkur fyrir okkur sjálf og aðra. Starfsferillinn tengist þeim þroskaverkefnum sem við erum að fást við alla starfsævina og fram yfir hana.

Á þessu námskeiði gefst þér tækifæri til að staldra við og taka stöðuna eins og hún er í dag. Íhuga hvaða stefnu þú ætlar að taka á næstunni og hvaða verkefnum þú vilt sinna meira. Á námskeiðinu verður fjallað um starfsævina, styrkleika, hindranir, frestun og sjálfstraust. Hvað þú vilt fást við í starfi og frítíma og að hverju þú þarft að huga til að gera það. 

Þetta er stutt hagnýtt og verkefnadrifið námskeið þar sem unnið er með markmið, ásetning, áhuga, áætlun og ákvarðanir. Vinnan á námskeiðinu er sjálfsvinna sem við ættum að gera reglulega en verður mjög oft útundan í daglegu amstri. Því er gott að gefa sér þann tíma sem þarf til að hugsa hugsanirnar, dreyma draumana, taka ákvörðunina, gera það sem þarf til ..

Dagskrá: fræðsla, markmiðasetning og áætlun, eigin ásetningur fundinn, umræður og jóga nidra.

Tími:   Námskeiðið stendur í 3 1/2 klukkustund með hádegisverði (vegan og glúteinlaus) 

Næstu námskeið, 2019:     
26. október kl. 9.30 - 13.00
-. janúar 2020 kl. —
           
Námskeiðshaldari: Hrönn Baldursdóttir, náms- og starfsráðgjafi og jógakennari

Verð:  8.500 kr.
Námskeiðsgögn, súpa, brauð og hummus innifalin

Skráning: hronn@thinleid.is 

_MG_8008.jpg

Áhugasviðskannanir


Áhugasviðskannanir


TIL BAKA

Áhugasviðskannanir gefa okkur góðar upplýsingar um okkur sjálf og óskir varðandi störf. Þær gagnast vel þegar einstaklingur stendur frammi fyrir vali á starfssviði og/eða námsleið. Með meiri upplýsingar erum við líklegri til að taka betri ákvarðanir varðandi náms– og starfsferilinn.

Áhugasviðskannanir gagnast sérstaklega vel til að veita okkur fleiri hugmyndir um störf sem koma til greina fyrir okkur eða til að afmarka og þrengja val á námi og störfum. Þær henta þannig bæði fyrir þá sem hafa fáar hugmyndir eða of margar hugmyndir um hvað kemur til greina.

Notast er við þrjár gerðir áhugasviðskannana á íslensku og aðstoðar ráðgjafi við að velja hver hentar best fyrir hvern og einn. Þær heita Bendill, Í leit að starfi og Strong.

Viðtöl: Að taka áhugasviðskönnun: komið er í tvö viðtöl. Niðurstöður og leiðbeiningar um áframhaldandi úrvinnslu eru afhendar í seinna viðtali.

Einnig hægt að koma með eldri niðurstöður fyrir þá sem hafa tekið áhugasviðskönnun áður og rýna í þær.