Eflandi kvöldgöngur með Jóga

8.maí - 5.júní 2024

  • eflandi kvöldgöngur

  • Kvöldgöngurnar verða einu sinni í viku til að njóta þess að ganga um í náttúrunni, upplifa náttúruna og vera hluti af henni

  • Stoppað í hverri göngu til að gera jóga - léttar jógaæfingar, öndunaræfingar og hugleiðslu með ýmsu formi

  • Staldrað við í hverri göngu til að íhuga, vera og setja orð á það sem er efst í huga

  • Grunnatriði hugleiðslu kennd, ný hugleiðsla og öndunaræfing í hverri ferð

  • Frí frá neti og rafmagni

  • Kvennaferðir

  • Jóga í göngunum

  • Með jóga finnum við jarðtengingu, eflum sköpunarkraft og innsæi, eigum auðveldara með að sleppa og eflum viljastyrk.

  • Ræktum með okkur sjálfsumhyggju, samhljóm, staðfestu og úthald

  • Jógastöðurnar eru stundum standandi og stundum sitjandi eða liggjandi. Það fer eftir jarðvegi og aðstæðum (þurrt og gróið)

  • Jóga eflir hlustun, að heyra með hjartanu og sjá það sem er ósýnilegt augunum

  • Gott er að hafa létt teppi til að sitja eða liggja á. Einnig hægt að nota létta ferðadýnu en hvaða ábreiða sem er dugir. Aðalmálið að hugsa um hvað er létt og fyrirferðarlítið. Gömul teppi má jafnvel klippa til svo þau passi undir okkur. Ef það er úrkoma þá er hægt að setjast þar sem er gras eða gróið enda erum við þá í regnbuxum. Þegar jarðvegurinn er þurr þá er hægt að leggjast í slökun annars hægt að sitja

dagskrá 8.maí - 5.júní, Miðvikudagar kl. 18.30

  • 8. maí: Bessastaðanes

  • 15. maí: Hádegisfell / Reykjaborg

  • 22. maí: Úlfarsfellshringur

  • 29. maí: Selfjall við Heiðmörk

  • 5. júní: Áleiðis að Guðlaugsskarði í Esju

Nánar:
Gengið á grófum stígum og stundum ógreinilegum slóðum. Gangan hefst kl. 18.30 og gott að gera ráð fyrir góðum tíma á undan til að komast á staðinn. Komið er til baka að bílum í síðasta lagi kl. 21.30.

Gönguhraði er um 3 - 4,5 km/klst. Mismikil hækkun eða 20 - 280 m og vegalengd um 6 - 8 km.

Heildartími hverrar göngu er um 3 tímar

Skráning og verð:

Skráning með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Einnig hægt að hringja eða senda skilaboð. Við skráningu þarf að gefa upp nafn, netfang og gsm síma. Takmarkaður fjöldi. Hægt að koma í stakar göngur.

Verð: 14.000 kr. (m.vsk)

Þátttakendur fá nánari upplýsingar um staðsetningu og útbúnað. Komið er á eigin bílum að upphafsstað göngu.
Hundar henta ekki með í jógagöngur þó að þeir séu yndislegir. 


Með kveðju, Hrönn
Spurningar og nánari upplýsingar í síma 899 8588, netfanginu hronn@thinleid.is eða í skilaboðum á facebooksíðu Þín leið.

Verjum tíma til að rækta okkur og vera í náttúrunni.

Uppfært í mars 2024

——————————————
VEÐURVIÐMIÐ:
Ef Veðurstofan gefur út appelsínugula og rauða viðvörun FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ eða göngusvæðið
þá fellur jógagangan niður. Við gula viðvörun er staðan metin eftir göngustað.