Skilti_lambafhnj.jpg
námsráðgjöf.jpg
Skilti_lambafhnj.jpg

Námsráðgjöf


SCROLL DOWN

Námsráðgjöf


TIL BAKA

Þegar þú veist að hvaða starfi eða starfssviði þú stefnir er auðveldara að hefja leit að réttri námsbraut og skóla. Í upphafi skyldi endinn skoða er máltæki sem á vel við hér. Ef starfið krefst háskólamenntunnar er rétt að byrja á að kynna sér námið í háskólanum og inntökuskilyrði þar. Þá kemstu að því hvort ákveðinnar námsbrautar er krafist úr framhaldsskóla eða ákveðins fjölda eininga í stærðfræði, raungreinum, tungumálum eða öðru.

Þegar ljóst er hvaða námsbraut í framhaldsskóla hentar fyrir starfið eða háskólanámið, geturðu skoðað í hvaða skólum sú braut er í boði og valið um skóla.

Náms- og starfsráðgjafarviðtal: Hér er dæmi um það sem er rætt um við náms- og starfsráðgjafa er: áhugamál, gildismat, hæfni, styrkleikar, veikleikar, störf, námsframboð, markmið, hvernig þú nærð markmiðum, þarfir, námsgeta, náms– og starfsval, starfsumsóknir, atvinnuviðtöl, sjálfstraust, samskipti, starfsferill og mögulegar hindranir að markmiðum.

námsráðgjöf.jpg

Námstækni


Námstækni


TIL BAKA

Námstækni eru þær vinnuaðferðir sem við notum í námi til að námið gangi sem best. Góðar vinnuaðferðir í námi og starfi geta skipt sköpum um það hvernig til tekst og hvaða árangri er náð. Við þjálfum upp góða námstækni til þess að muna og læra sem mest á sem stystum tíma og eiga samt líka tíma í hvíld og tómstundir. Þar sem folk er ólíkt þá hentar ekki öllum það sama. Því er mikilvægt að prófa sig áfram og kanna hvað hentar.
Vinnuaðferðunum má skipta í þrjú svið: 
•    Próftækni og hvernig tekist er á við álag á prófatíma, prófkvíða og frammistöðukvíða.
•    Almenn námstækni. Þar má nefna lestur námsbóka, glósutækni, minni, markmiðssetningu, námsaðstæður, lífsstíll og sjálfshvatningu.
•    Tímaskipulag. Það snýst um að ná að sinna skyldum, hvíld og öðru sem mann langar til að gera. Þessi kunnátta nýtist í námi, starfi og einkalífi.