Fyrirtækið Þín leið sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir starfsferilinn og jóga í bland við gönguferðir.

Hrönn Baldursdóttir stofnaði Þína leið 2009 til að stuðla að því að fleiri njóti starfs síns og að fólk endurskoði reglulega lífsmarkmið sín og vinni að því að ná þeim. Við höfum öll val um að dvelja eingöngu við drauma eða gera tilraunir til að láta þá rætast. Til að ná markmiðum þarf oft að fara ótroðnar slóðir og gera hluti öðru vísi en áður. Það tekst með góðum undirbúningi, íhugun, áræðni og hæfilegu áhyggjuleysi. Það þarf orku og hugarvinnu til að komast í framkvæmdagír og vinna að markmiðum og því er stuðst við útiveru og gönguferðir í náttúru Íslands, fræði náms- og starfsráðgjafar og sjálfsrækt með jóga.

Merkið
Vegurinn er lífsleið hvers og eins. Við sjáum ekki fyrir endann á honum en megum láta okkur dreyma um hvert við viljum fara. Síðan þarf að vinna að því að það rætist. Vegurinn er bæði ráðgjafar- og gönguhlutinn í "Þín leið". 

Fjallið er tákn um útiveru, náttúru og áskoranir sem við viljum sigrast á. Útivera, hreyfing og ferðir á nýjar slóðir gefa okkur aukinn kraft, nýja sýn og þor sem nýtist til framkvæmda og nýrra lausna. Fjallið er leiðsagnarhlutinn í "Þín leið".

Sólin er vellíðan, gleðin og hamingjan. Hið endanlega takmark sem við stefnum að eða viljum lifa í. Hún táknar kraftinn og kærleikann innra með okkur og í heiminum á þann hátt sem hver og einn sér hann. Sólin er jógahlutinn í "Þín leið".

Flestar myndir á síðunni tók Guðný Elísabet Óladóttir, ljósmyndari. 

Hrönn er náms- og starfsráðgjafi með BA próf í sálfræði í grunninn, gönguleiðsögumaður og jógakennari.