Sjálfseflandi ferð að Fjallabaki
9. - 12. júlí 2024

Jóga, göngur og sjálfsrækt að Fjallabaki 

Lokaskráningardagur er 30.maí (ef staðfest brottför er komin þá og enn lauspláss, er hægt að skrá sig eftir það).

Fjögurra daga ferð að Fjallabaki þar sem gist er í Landmannahelli allan tímann. Jóga, sjálfsvinna og göngur. Kvennaferð.

Farið er með rútu frá Reykjavík austur á bóginn, inn Dómadal á Fjallabaksleið nyrðri. Haldið er að Landmannahelli þar sem er gist í skála í þrjár nætur. Gönguferðir, jóga, slökun og sjálfsvinna um eigin starfsferil og starfsorku.  

Göngur í ferðinni:  

Augað í Rauðfossakvísl 10 km
Gengið á Löðmund (1076 m hátt en hækkun 480 m) 12 km
Gengið á Sátu og umhverfis Löngusátu og meðfram Klukkugilskvísl 10 km
Gengið um Landmannalaugasvæðið 8 - 12 km.

NÁNARI LÝSING: 

Nánari ferðaupplýsingar til þátttakenda en göngurnar sem eru nefndar hér að ofan dreifast á dagana fjóra.

JÓGA OG FRÆÐSLA Í FERÐINNI:  Á hverjum morgni er boðið upp á morgunjóga og morgunverð. Jóga-, öndunar-  og hugleiðsluæfingar verða gerðar á hverjum dagi og slökun í náttúrunni þar sem tækifæri býðst. Þrátt fyrir breytilega veðráttu á landinu gefst alltaf tækifæri til einhvers konar jógaiðkunnar á hverjum degi. Jóga er fjölbreytt og því er hægt að aðlaga það breytilegum aðstæðum. Byrjendur jafnt sem vanir geta gert jógaæfingarnar.

Jógafræðsla og sjálfsefling: Í ferðinni verður miðlað ýmsum fróðleik um jógaiðkun. Kenndar og æfðar nokkrar aðferðir sem efla með þér núvitund, vinna gegn streitu og efla og viðhalda innri styrk.

SJÁLFSVINNA Í FERÐINNI: Fjallað verður um starfsorkuna og starfsferilinn. Tækifæri til að íhuga líðan á starfsferlinum núna og hugmyndir um stefnuna næstu ár.

ÚTBÚNAÐUR OG MATUR:  Göngufatnaður, hlífðarfatnaður og gönguskór. Svefnpoki og lítill dagpoki fyrir gönguferðir. Gengið er með dagpoka og annar farangur tekinn í rútuna. Vanda þarf pökkun því takmarkað pláss er í skálunum en nánar verður farið í útbúnað á undirbúningsfundi og þátttakendur fá ýtarlegan útbúnaðarlista yfir útbúnað og föt. 

Kvöldverður, morgungrautur, te og kaffi eru innifalin en hver og einn kemur með hádegisnesti og nasl fyrir daginn að eigin smekk.

INNIFALIÐ:

  • Rúta frá Reykjavík og til baka

  • Gisting í góðum skálum við Landmannahelli sjá myndir hér

  • Morgunmatur alla morgna og vel útilátnar vegan og glúteinlausar máltíðir á kvöldin

  • Gönguferðir

  • Jóga í náttúrunni á morgnana, yfir daginn og kvöldin

  • Fræðsla um jóga, jógaheimspekina og jógalífsstíl

  • Hugleiðingar um starfsánægju og starfsorkuna

  • Leidd sjálfsvinna tengd starfsferlinum

Lágmarksfjöldi til að ferð sé farin eru 9 og hámarksfjöldi eru 12 farþegar.

Skráning: Smellið á hnappinn hér fyrir ofan. Nánari upplýsingar í síma 899 8588 eða í tölvupósti til hronn@thinleid.is

VERÐ:  115.000 kr. m.vsk. Staðfestingargjald er 20.000 kr. og greiðist við skráningu (færð staðfestingarpóst). Lokagreiðala 5 vikur fyrir ferð (byrjun júní).

ÁBYRGÐ OG BREYTINGAR: Farþegar eru ekki tryggðir né farangur sem týnist, gleymist eða skemmist. Ekki er borin ábyrgð á breyttri ferðatilhögun vegna ytri áhrifa sem ferðaskrifstofan ræður ekki við. Fyrirvari er gerður um stöku breytingar ef þörf er á vegna veðurs eða annarra þátta og þá einstaka göngur færðar milli daga eða ný leið valin ef ytri aðstæður gefa tilefni til. Farþegar skulu fara að fyrirmælum leiðsögumanns. SKILMÁLAR: Afboðun og endurgreiðslur: Endurgreitt er 50% af verði ef afbókað er 3 vikum fyrir brottför. Ef afbókað er 2 vikum eða minna fyrir brottför er ekki endurgreitt nema annar þátttakandi komi í staðin.

Leiðsögn, jóga og fræðsla:
Hrönn Baldursdóttir jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi.

Lögð er áhersla á ferðaöryggi og hef ég lokið námskeiðinu “Fyrstu hjálp í óbyggðum".
Hikið ekki við að hafa samband með spurningar og vangaveltur um sérþarfir eða annað.

Kveðja, Hrönn

Yfirfarið í mars 2024