Ráðgjafasetrið

Viðtals - og námskeiðsrými

Ráðgjafasetrið er nýlega stofnað setur með viðtalsherbergjum og námskeiðsaðstöðu. Þar geta hinir ýmsu fagaðilar sem tengjast til dæmis náms- og starfsferlinum og skyldum sviðum innan félagsvísinda starfað sjálfstætt við sitt fagsvið. Á staðnum eru tvö viðtalsherbergi og tvö námskeiðsherbergi fyrir minni námskeið. Annað hentar vel fyrir 6-12 manna hópa og hitt hentar fyrir allt að 18 - 20 manna fyrirlestur eða námskeið.

Staðsetning: Skipholt 50 b, 105 Reykjavík. Lyftuhús.

Hægt að panta fyrir stök skipti eða reglulega viðveru. Sjónvarp er á staðnum sem nýtist fyrir glærur og slíkt.

Þau sem hafa áhuga á að bætast í hóp þeirra sem nýta aðstöðuna og vilja vera í nærandi fagsamfélagi er velkomið að hafa samband við Hrönn fyrir nánari upplýsingar.

Hrönn s. 899 8588 eða netfangið hronn@thinleid.is