Þín leið í óbyggðum 

Í hálendiskyrrðinni kemstu nær þínu innra sjálfi, ferð aðeins út fyrir þægindahringinn en upplifir ró, kyrrð og íhugun. Mikil streita og álag fylgir oft daglegu lífi og því er nauðsynlegt að passa vel uppá eigin heilsu, bæði þá líkamlegu og andlegu. Gönguferðir í óbyggðum eru frábært tækifæri til að vinda ofan af sér álagi og hlaða batteríin upp á nýtt. 

Leiðirnar í óbyggðum:  Um allt land eru fallegar, kyrrlátar og fáfarnar slóðir. Stundum er farið á milli skála og gengið frá stað A til B en stundum með tjald. Einnig er hægt að panta sérferðir þar sem gist er á sama stað, Í sumum ferðum er gengið með allt á bakinu og í sumum er farangurinn trússaður.

Til fróðleiks eru hér á heimasíðunni slóðir að göngukortum og upplýsingum um gönguleiðir á landinu. Hér eru líka podcastþættir um gönguleiðir á landinu. Tveir þættir tilbúnir og fleiri verða vonandi tilbúnir á næstunni en þeir eru líka á Spotify.

Útijóga: Á göngunum er farið í jóga. Það er frábært að gera jóga í náttúrunni og í kyrrðinni. Jóga er alls konar og því er alltaf hægt að gera einhvers konar jóga. Stöður, hreyfingar, hugleiðslur, öndun og slökun og fleira.  

Veðrið á Íslandi er skemmtilega breytilegt og því gefast tækifæri til jógaiðkunnar á hverjum degi. Jóga er fjölbreytt og því er hægt að aðlaga það breytilegum aðstæðum. Oftast viðrar vel fyrir sitjandi og liggjandi æfingar en annars eru gerðar standandi æfingar. Alltaf er hægt að gera öndunaræfingar, hugleiðslu eða gönguhugleiðslu. Bæði byrjendur jafnt sem vanir geta gert jógaæfingarnar enda gerum við jóga á eigin forsendum.

To discover yourself you have to leave the city of your comfort and go into the wilderness of your intuition.
What you'll discover will be wonderful. What you'll discover is yourself. - Alan Alda