13. - 15. september 2024
eflandi, styrkjandi, slakandi kvennaferð:

EFLANDI KYRRÐARFERÐ Í ÖRÆFI

VILTU GEFA ÞÉR TÍMA Í SJÁLFSRÆKT OG SLAKA Á LÍKAMLEGA OG ANDLEGA?
FINNURÐU ÞÖRF FYRIR NÆÐITÍMA Í NÁTTÚRUNNI, RÓ OG KYRRÐ?
VILTU LOSA ÞIG VIÐ STREITU OG HLAÐA ORKUBANKANN ÞINN?
VILTU UPPLIFA SJÓINN, BRIMIÐ, JÖKULINN, ÍSINN OG GRÓÐURINN SEM ER í fullum skrúða EFTIR sumarið?

KOMDU ÞÁ MEÐ Í EFLANDI kyrrðarFeRÐ Í ÖRÆFI ÞAR SEM verður:

  • Gengið að Skaftafellsjökli, Svartafossi og um gróðurvinina í Skaftafelli

  • hugleiðslustund í Ingólfshöfða við rætur hæsta tinds landsins og á þröskuldi úthafsins

  • Gengið um svartar strandir og hlustað á brimið

  • gengið um ísidrifna ströndina í Fellsfjöru og ísjakar Jökulsárlóns skoðaðir

  • dvalið meðal andstæðna í náttúrunni; sanda, haf, ís, jökla og gróðurvin

Í þessari ferð er haldið með rútu frá Reykjavík eftir suðurströndinni og að Skaftafelli. Dvalið verður í Öræfum
alla helgina og helstu staðir sem eru nokkuð aðveldir aðkomu að vori eru skoðaðir. Ferðin er sjálfsrækt til að njóta, vera og upplifa.
Gengið er um gróðurparadísina Skaftafell, gengið að Skaftafellsjökli og Svartafossi. Farið er að Jökulsárlóni og í Fellsfjöru sem er oft ísi stráð og síðast en ekki síst farið út í Ingólfshöfða. Á leiðinni er stoppað hér og þar til að borða, ganga og njóta. Rúta fylgir hópnum allan tímann.

Förum reglulega úr þægindum nútímans og út í náttúruna til að hlusta á rödd sálarinnar
Þannig höldum við stefnunni og fókusum á það sem við viljum gera og beina kröftum okkar að

FERÐIN:   Endanlega lýsing á ferðinni er í vinnslu og verður kynnt í vor. Hægt að forskrá sig.
Dagur 1:  Reykjavík – Öræfi
Dagur 2: Skaftafell, Jökulsárlón
Dagur 3: Ingólfshöfði, Reykjavík

NÁNARI LÝSING: 

Dýrmætt er að komast í kyrrláta og hreina náttúru og leyfa sér að dvalja í henni í nokkurs konar tímaleysi. Það er góð leið til að losa sig úr viðjum streitu og einnig til að fá meira næði til að hlusta á innri röddina.

Ferðin er rútuferð þar sem keyrt er á milli fallegra staða. Göngum þar um, hugleiðum, spjöllum og njótum. Göngurnar eru frekar léttar og er gengið ýmist á göngustígum, í fjörum, á sandi, grasi eða urð. Í ferðinni er útivera í allt að 5 tíma samfellt þegar lengst er en oftast í 2 - 4 tíma í einu.

Dagskrá:

Dagur 1: Lagt af stað frá Reykjavík kl. 8. Keyrt er að Reynisfjöru þar sem er matarstopp og stutt ganga um þessa fallegu strönd. Áfram er haldið eftir hádegismat og stoppað við Dverghamra áður en komið er til Skaftafells. Þar er stoppað í tvo tíma og gengið í átt að Skaftafellsjökli þar sem skriðjökullinn, lítið jökullón og jökulgarðar eru skoðaðir. Því næst er haldið að gististaðnum, kvöldmatur snæddur og frjáls næðitími að því loknu. Í boði er stutt kvöldganga og hugleiðsla um kvöldið.

Dagur 2: Dagurinn hefst á léttu útijóga og svo morgunverði. Hádegisnesti er svo pakkað niður og haldið af stað rétt fyrir kl. 9 að Skaftafelli. Þar er genginn um 10 km hringur þar sem njóta má útsýnis að Hvannadalshnjúk, Kristínartindum, skriðjöklunum í nágrenninu og yfir sandana. Gengið er að Svartafossi. Hádegisnesti er borðað í göngunni og auk þess eru slökunar- og hugleiðslustopp. Að göngunni lokinni og stuttri viðkomu í gestastofunni er stigið upp í rútuna og keyrt að Jökulsárlóni. Genginn er stuttur spölur meðfram lóninu þar sem hægt er að virða ísjakana fyrir sér og finna svalt og frískandi jökulloftið. Því næst er gengið yfir í hina töfrandi Fellsfjöru og rölt innan um klakabreiðuna sem er oft í fjörunni. Loks er haldið til baka á gististað, kvöldmatur snæddur og frjáls næðitími að því loknu. Í boði er stutt kvöldganga og hugleiðsla um kvöldið.

Dagur 3: Dagurinn hefst á léttu útijóga og svo morgunverði. Haldið er af stað með rútunni um kl. 9 að Hofsnesi en þaðan er farið með Öræfaferðum á traktorskerru út í Ingólfshöfða. Sérstök upplifun er að fara út að þessum afskekta höfða við úthafið. Lítið er um aðra ferðamenn þar og farfuglar eru rétt að byrja að tínast á svæðið á þessum tíma. Þar verður róleg ganga og einnig hugleiðslu- og næðistund í höfðanum. Eftir ferðina er snæddur hádegismatur og svo haldið áleiðis til borgarinanr. Á leiðinni er stoppað við Fjaðrárgljúfur og gengið spölkorn meðfram því. Ferðinni lýkur í Reykjavík um kvöldmatarleytið.

Gönguferðirnar í ferðinni eru frekar léttar. Lengsta gönguferðin er í Skaftafelli þegar genginn er um 10 km hringur með nestis- og hugleiðslupásum. Þegar farið er út í Ingólfshöfða er setið á traktorskerru á leiðinni og svo gengin nokkuð auðveld leið í sandi upp í höðann sem er grasi gróinn. Alls tekur sú ferð 2 - 3 tíma. Mikilvægt að vera vel skóaðar og í hlýjum útivistarfötum.
Á leiðinni til og frá Öræfum er komið við í Reynisfjöru, við Dverghamra og í Fjaðrárgljúfri fyrir stutta göngutúra, hugleiðslustundir og fyrir nestis- og matarpásur.

Sjálfsrækt er samofin allri dagskránni og við nýtum okkur göngurnar og kyrrðina til að íhuga eigin líðan, sátt, stefnu og ásetning. Spjall og hugleiðingar um tengsl okkar við náttúruna, vana og hvernig við sækjum okkar innri styrk. Njótum þess að vera net- og símalausar hluta úr degi fyrir aukinn frið. Síminn þá hafður á flugstillingu til að geta tekið myndir. Þrjú myndbönd um sjálfsrækt, jóga og öndun er send þátttakendum fyrir ferðina.

Jóga er stundað í ferðinni og eru það ýmist standandi æfingar, sitjandi eða liggjandi eftir því hvernig viðrar. Öndunaræfingar og hugleiðslu er svo hægt að gera í öllum veðrum, sitjandi, standandi eða gangandi. Á morgnana njótum við þess að fara út í tært morgunloftið og fylla okkur orku og yfir daginn er stoppað þar sem hentar fyrir ýmsa jógaástundun. Byrjendur jafnt sem vanir geta gert æfingarnar. Þú lærir aðferðir sem efla með þér núvitund, vinna gegn streitu og efla og viðhalda innri styrk. Jóga er fjölbreytt og þarf ekki að innihalda stöður eða líkamlegar æfingar til að kallast jóga.

NJÓTTU ÞESS AÐ DVELJA Í NÁTTÚRUNNI
UPPLIFA KYRRÐINA ÚTI OG DVELJA Í INNRI KYRRÐ

ÚTBÚNAÐUR:  Göngufatnaður, hlífðarfatnaður, gönguskór og lítill dagpoki fyrir gönguferðir. Nánari búnaðarlisti er sendur þátttakendum.

GISTING OG MATUR: Gist er á ————-. Morgunmatur og kvöldmatur verður ——-. Hádegismatur á föstudegi og sunnudegi er á veitingastöðum á leiðinni. Í laugardagsgöngunni er nesti tekið með sem er innifalið.

VERÐ:  (tilbúið 16.apríl) ———- kr. m.vsk. Staðfestingargjald, ———— kr. greiðist við skráningu og fullgreiða ferðina fyrir ——.
Innifalið: Rúta allan tímann, gisting í tvær nætur í tveggja kvenna herbergjum, morgunmatur, hádegis- og kvöldmatur, akstur út í Ingólfshöfða með Öræfaferðum, jóga, leiðsögn, hugleiðingar í sjálfseflingu, skattar og gjöld.

LEIÐSÖGN: Leiðsögn og jóga í ferðinni: Hrönn Baldursdóttir jógakennari, náms- og starfsráðgjafi og gönguleiðsögumaður.
Lögð er áhersla á ferðaöryggi.

SKRÁNING:  hér á síðunni eða í síma 899 8588 eða í tölvupósti til hronn@thinleid.is
Hikið ekki við að hafa samband með spurningar og vangaveltur um sérþarfir eða annað.

Fyrirvari er gerður um stöku breytingar ef þörf er á vegna veðurs eða annarra þátta.

Uppfært í apríl 2024