Næstu námskeið:
19. apríl - 17. maí

Gönguhugleiðsla
- grunnnámskeið -

Gönguhugleiðsla

… er einföld, byggir á gömlum grunni og er mjög árangursrík. Öndun og ganga eru í raun grundvallarathafnir okkar tilveru og sem við framkvæmum oft án umhugsunar. Í gönguhugleiðslu eru þessar athafnir tengdar saman á markvissan og meðvitaðan hátt auk þess að stjórna hvert við beinum athyglinni.

Áhrif gönguhugleiðslu
Orkan sem við fáum kemur bæði í magni og gæðum. Við finnum muninn á okkur þegar við búum yfir mikilli eða lítilli orku. Eins finnum við muninn þegar við búum yfir gæðaorku en þá er eins og öll okkar kerfi, líkamleg og andleg, komist í annan gír eða séu samstillt á nýjan hátt. Hugleiðsla gefur þessa gæðaorku eða lífsþrótt (vitality) og gönguhugleiðsla þar með. Áhrifin eru:

 - aukin líkamleg, andleg og tilfinningaleg heilsa
 - aukin orka
- aukin líkamsskynjun
 - betra skap og betri stjórnun á skapsveiflum
 - aukinn skýrleiki, innsæi og athygli
 - nám og sköpun ganga betur
 - aukin tilfinning fyrir að vera í tengslum við sjálfa sig og umhverfið

Námskeið 2024

Vikulega í fimm vikur. Opið öllum.

  • Námskeið:

    • 19. apríl - 17. maí

    • Föstudagar, kl. 11.00 - 11.50

  • Verð: 12.500 kr.

    • Heildstætt námskeið

    • Mismunandi svæði  

Í Laugardal

Í Laugardal

Labyrinth - upprunamynd.JPG
Gönguhugleiðsla að vetri

Gönguhugleiðsla að vetri

á Námskeiðinu:

  • þjálfarðu þig í að stjórna athyglinni

  • lærir grunnatriði og byggir ofan á þau

  • gerirðu ýmsar tegundir af gönguhugleiðslum

  • eflirðu núvitund

  • gerirðu einfaldar öndunaræfingar

  • lærirðu um atriði almennrar hugleiðslu

  • færðu góðu áhrifin frá náttúrunni og hugleiðsluástundun

tímarnir

Meðvituð núvitundarþjálfun á rólegri göngu og athyglinni beint að mismunandi þáttum. Teknar eru hugleiðslulotur á göngu og einnig stöku hugleiðsluæfingar standandi. Í gönguhugleiðslu er meðvitað fylgst með líkamsstöðu og öndun. Hægt að ná fram mismunandi áhrifum allt eftir því hver öndunartakturinn er og að hverju athyglinni er beint. Æfingarnar í hverjum tíma eru breytilegar og byggt ofan á það sem lært er í byrjun.

Þáttakendur fá bækling með æfingunum.

Staðsetningar

Gönguhugleiðslan er utandyra og innan marka höfuðborgarsvæðisins. Að þessu sinni verða tímarnir á breytilegum stöðum en alltaf í tengslum við náttúruna. Ýmist á grænum svæðum og skóglendi eða við vatn eða sjó. Staðirnir verða valdir í vor eftir veðri og færð og það verður hægt að komast þangað með strætó.

Auðvelt er að stunda gönguhugleiðslu innandyra og frábært að kunna að grípa til þessarar einföldu aðferðar.

Náttúran

Sífellt fleiri rannsóknir staðfesta það sem við finnum sjálf við að vera í náttúrunni. Við dvöl í náttúrunni og áhorf á náttúru finnum við fyrir almennt betri vellíðan sem kemur út af betri starfsemi líkama og huga. Rannsóknir frá háskólum víðs vegar um heiminn sýna að dvöl í og áhorf á náttúru:

  • róar starfsemi heilans og líkaminn slakar

  • hjartsláttur og blóðþrýstingur lækkar

  • einbeiting og minni eykst og hugurinn verður skýrari

  • gleymum áhyggjum tímabundið og minnkum streitueinkenni

  • dregur úr áhyggjum, þreytu, kvíða og neikvæðum hugsunum

Klæðnaður

Gengið er stutt í einu, rólega og stoppað reglulega. Passa þarf því að vera í hlýjum og skjólgóðum fötum eftir veðri. Gengið er bæði á malbikuðum stígum, malarstígum og í grasi. Mikilvægt að vera í skóm sem halda fótunum hlýjum og þurrum.

Annað: það hentar ekki að koma með hunda því það truflar einbeitinguna og hundar geta orðið órólegir. Þetta á ekki við um leiðsöguhunda.

Uppfært í apríl 2024