Skipulag sparar tíma

Það er að líða undir lok janúar. Hugsið um það, heill mánuður búinn af 12 mánuðum ársins 2020. Ef þú átt enn eftir að gera eitthvað sem þú ætlaðir að gera í janúar þá er bara að drífa það af strax í febrúar ef það er nógu mikilvægt :)

Það er góð regla að setjast niður í mánaðarlok (nú eða strax í byrjun mánaðar) og skipuleggja mánuðinn framundan. Þá í raun erum við lika að byrja á skipulagi mánaðanna þar á eftir því annað orð yfir skipulag má segja að sé forgangsröðun. Veldu hvað þú vilt koma í verk í febrúar og settu það niður á dagana. Þannig aukum við líkurnar á að koma því í verk sem við stefnum að.

Á heimasíðuna mína hef ég sett inn mánaðaráætlanir en þær eru mjög gagnlegar til að fá yfirsýn yfir næsta mánuð eða nokkra mánuði í einu. Þær eru hugsaðar til að setja upp á vegg því annars vilja þær gleymast og þá er bara betra að spara pappírinn og sleppa þeim. Mér hefur fundist þær gagnlegar þegar í mörg horn er að líta og til að fá yfirsýn þegar mörg verkefni eru framundan. Aðrir heimilismeðlimir njóta líka góðs af til að sjá hvað er framundan.

Inn á þessi eyðublöð setti ég fullt og nýtt tungl / fulla og nýja mánu, jafndægur og sólstöður. Með skipulagningu erum við að staðsetja okkur í tíma og því er ekki verra að styðjast við þessi náttúrulegu hjálpartæki. Ég held að það hjálpi okkur við eigin jarðtengingu að tengj okkur við gang sólar og tungls. Til gamans minni ég á að orðið HaTha í hatha-jóga vísar í sól og tungli (Ha - sól, Tha - tungl).

Auk þess að skipuleggja heilan mánuð í einu (að mestu eða miklu leiti) þá er einnig mikill tímasparnaður í að skipuleggja eina viku í einu. Taka frá klukkutíma í vikulok og skipuleggja vikuna framundan, en meira um það í öðru pistli.

Prentið endilega út skipulagsblöðin ef það gagnast ykkur eða nýtið þetta til að fá hugmyndir og móta ykkar eigin form.

Hér má finna skjölin

Með kveðju
Hrönn

thin leidComment