Markmiðavinnan

Varstu að spá í hversu lengi janúar yrði að líða? Þá get ég sagt þér að núna er kominn mars! Þetta kemur alltaf jafn mikið á óvart. Bara eins og fingrum væri smellt eru liðnir tveir mánuðir af árinu. 


Þetta er samt alltaf svo afstætt líka, líður hratt en er samt langt síðan árið byrjaði. Langt síðan kannski að þú varst að setja áramótaheit og hlakkaðir til að fara að takast á við öll skemmtilegu viðfangsefnin sem þig langaði að gera á árinu. 

Árið svo sannarlega byrjað og núna spurning hversu vel áleiðis vinnan þín við markmiðin er komin - að gera það sem leiðir til þess að ná markmiðunum. Lifa augnablikin sem þig langar að upplifa. 

Jafndægur eru á næsta leiti en það er viss tímavörður sem býður okkur að hinkra við og skoða planið okkar .. kortið okkar. Stilla leiðina af svo við höldum stefnu. Eru markmiðin óbreytt? Er ég að gera eitthvað í að ná þeim? Hefur vægi þeirra breyst og þar með forgangsröðin? 

Hvað er næst á dagskrá hjá mér á leiðinni til að komast nær markmiðinu og er það komið inn í dagbókina?


Það er partur af allri þessari markmiðavinnu að taka stöðuna og ritskoða mjög reglulega. Náttúran, eða jörðin og sólin bjóða okkur fjóra daga á ári þar sem við erum næstum því sjálfkrafa minnt á þetta. Sólstöður og jafndægur eru frábær viðmið. Sólstöður, upphafið á nýjum hring, nýrri lotu. Jafndægur, hálfnuð leið, líta til baka á planið og fínstilla stefnuna fram á við. Við útfærum þetta hvert á sinn hátt. 

Aðalmálið er að halda áfram samkvæmt okkar eiginn áherslum, ásetningi og markmiðum. Vinna með ásetning er nauðsynleg til að halda okkur við efnið. Halda dampi og vinna sig niður verkefnalistana til að ljúka því sem við virkilega viljum ljúka. Við erum að fást við lífsgildin okkar með þessu og það heldur lífsorkunni logandi innra með okkur. Svona mikilvægt er þetta.

Vinnustofan “Þín leið á starfsferlinum” er til dæmis frábært vettvangur fyrir svona vinnnu

thin leid