Er þetta rétt ákvörðun?
Er þetta örugglega rétt ákvörðun?
Er ákvörðun einhvern tíman endanleg? Hvenær er ákvörðun nógu tilbúin. Er hægt að hugsa málið aðeins betur og fara annan hring í ígrunduninni? Já, já endilega en einhvern tíman þarf að setja punktinn og ákveða hvað á að gera. Annars myndum við kannski ekki ákveða neitt og þar með ekki framkvæma neitt. Það er þessi tímapunktur þegar er tekin ákvörðun til þess að byrja á eða hætta einhverju.
Ákvörðun er þessi niðurstaða á einhverjum tímapunkti sem leiðir til framkvæmda eða breytinga. Þetta er samspil eða flétta … ákvarðanir og framkvæmdir á víxt .. með íhugun á milli til að skoða hvernig þessi framkvæmd reyndist og hver séu svo næstu skref.
Það eru sem sagt margar ákvarðanir sem koma við sögu í löngu ferli eins og til dæmis starfsferli. Ekki bara ein ákvörðun. Stök ákvörðun á við um stakt atriði eins og að fara í bleikar buxur í gær. Flest allar ákvarðanir eru partur af keðju sem er val - mat á því vali - sátt um valið eða endurskoðun og nýtt val. Það er gott að minna þig á þessa keðju þegar þú hikar við að taka ákvörðun. Við stórar ákvarðanir sem hafa áhrif til margra mánaða og ára þá er mikilvægi ákvörðunarinnar svo áþreifanleg að það er auðvelt að upplifa hana sem ein stök ákvörðun, ÁKVÖRÐUNIN.
Það er ein ástæða fyrir frestun á ákvarðanatöku (það eru fleiri ástæður til). Við komumst samt ekki úr sporunum nema taka einhverja ákvörðun og prófa þá leið til að finna út hvort þetta henti eða ekki. Ef þessi leið er ekki málið þá er bara að breyta um stefnu. Þetta er líkt og að velja eftir hvaða götu þú ferð á einhvern stað og finna út að þetta var krókaleið. Þá er bara að breyta stefnunni á næsta götuhorni.
Það þarf sem sagt að fara af stað til að átta sig. Prófa til að upplifa og öðlast þá svarið. Stundum þarf að fara þrjár hægri beygjur í staðin fyrir eina vinstri beygju til að finna sátt í sínum beinum með ákvörðunina. Jafnvel þó einhver hafi sagt okkur að leiðin væri fyrsta beygja til vinstri og jafnvel þó við sáum það alveg sjálf. Það fer bara eftir svo mörgum. Einhverri innri þörf, löngun til að upplifa sjálf, bæta reynslu í safnið. Stundum kannski eigin þrjóska að þvælast fyrir okkur en ok, þá er það hliðarverkefni að ná stjórn á eigin þrjósku.
Eitt er víst að við erum að taka margar ákvarðanir yfir daginn. Stundum er fjöldi ákvarðana svo yfirgengilegur að fólk finnur fyrir ákvarðanatökuþreytu. Það getur verið mikil andleg byrði að taka endalaust ákvarðanir. Jafnvel fyrir annað fólk sem reynir að fá þig til að velja fyrir sig.
Það er hægt að skipta ákvörðunum í ýmsa flokka og í fyrsta lagi eru það tveir flokkar: að taka ákvörðun á ósjálfstæðan hátt og á sjálfstæðan hátt.
Ósjálfstæðið getur lýst sér í að fresta ákvörðun fram á síðustu stundu og gera þá bara eitthvað … að lát kylfu ráða kasti. Eða fá annað fólk til að velja fyrir sig eða gera sama og hin án sérstakrar umhugsunar.
Sjálfstæðið lýsir sér í að taka sér tíma í að íhuga og fara vel yfir valkosti og eigin óskir og gildismat. Það er sagt að sá á kvölina sem á völina .. en við viljum samt eiga völina, kost á að velja þó erfitt sé stundum.
Til dæmis er hægt að gera töflu með öllum valkostum sem þér detta í hug og skrifa niður kosti og galla valkostanna. Svo að vega og meta vægi kosta og galla og velja. Það er líka hægt að byrja á að útiloka suma valkosti og velja síðan á milli þeirra sem standa eftir.
Ein góð leið er að hlusta á skilaboð frá líkamanum þegar þú íhugar valkostina. Það þarf æfingu í að hlusta á þau skilaboð en með æfingunni má upplifa að skilaboðin eru mjög skýr. Það þarf að slaka vel á fyrst og kyrra öndun. Hafa algjört næði í kringum þig þegar þú ert að æfa þetta. Síðan hugsarðu um einn valkost í einu og spyrð þig .. á ég að velja þetta. Ef þú finnur herping, samdrátt, hrukkur, grynnri öndun .. sem sagt lokun, þá er svarið nei. Ef þú finnur slökun, losun, smábros, dýpri öndun … sem sagt opnun, þá er svarið já.
Svo er að þora að taka mark á svarinu. Það þarf hugrekki og þor til að heyra sannleikann, jafnvel þegar það eru okkar eigin svör. Fara jafnvel í málamiðlunarviðræður við skynsemina og hjartað. Hversu öflug eru eigin viðhorf eða erfiðar eru aðstæðurnar sem stoppa okkur í að hlusta á líkaman. Því oftar sem við förum eftir svörum frá líkamanum .. oft kallað leið hjartans .. því sáttari verðum við með ákvörðunina og glaðari og heimurinn betri.
Hver sem aðferðina er, veldu að gefa þér tíma til til að hugsa þig um.