TIL BAKA

Oft fer lítill tími í að íhuga framtíðarmarkmið og drauma. Meiri tími fer jafnvel í að skipuleggja sumarfríið og lítið gert til að láta drauma rætast fyrr en eitthvað óvænt truflar hina daglegu rútínu. 

Það er þess virði að setja sér markmið og vinna að því að ná þeim. Það gerist ekki fyrirhafnarlaust. Það kostar sjálfsaga, skipulag og vinnusemi en þessir kostir færa þér líka frelsi og ánægju. Þegar þú hefur tekið stefnuna er komið að því að láta verkin tala og framkvæma ...

***
„Viltu vera svo vænn að segja mér, hvaða leið ég á að velja svo ég komist héðan“ sagði Lísa.
„Það fer nú eftir því hvert þú vilt fara“, sagði kötturinn.
„Mér er eiginlega alveg sama“, sagði Lísa.
„Þá er líka alveg sama hvaða leið þú ferð“, sagði kötturinn.

Úr Lísu úr Undralandi eftir Lewis Carol.