BACK

Hrönn Baldursdóttir mun kenna kundalinijóga í Yogasmiðjunni í vetur. Tímarnir verða á þriðjudögum og föstudögum kl. 8.30 - 9.30 í janúar fram í maí. Verð fyrir hvern mánuð er 12.900 kr og fylgir þá með aðgangur í alla opna tíma stöðvarinnar. Fyrir 2 mánuði saman kostar 23.000 kr., fyrir 3 mánuði saman:  30.000 kr., fyrir 4 mánuði saman:   36.500 kr. og fyrir 5 mánuði saman (jan-maí) er verðið 42.000kr. Skráning á póstfangið hronn@thinleid.is og sími 899 8588

Kundalini jóga er öflugt og hraðvirkt og hannað fyrir fjölskyldufólk í nútíma samfélagi. Kundalini jóga er áttfalt jóga eins og Patanjali
skilgreinir það (Raja jóga) og í hverjum tíma er farið inn á alla þættina. Hljóðið er einnig notað, möntrur og lásar auk fjölmargra og mismunandi æfingalota (kriyur). Það er því heildrænt og umfangsmikið.

Með kundalini jóga áttum okkur betur á okkar innra eðli, möguleikum og allri tilverunni. Með því getum við náð stjórn á orkunni sem liggur í dvala inní okkur. Það eykur innsæi, vitund og færni okkar í að takast á við hraða og breytingar nútímans. Ávinningurinn verður aukinn sköpunarkraftur þannig að við getum skapað það líf sem við kjósum, nýtt möguleikana til hins ýtrasta og framfylgt ætlunum og köllun af enn meiri krafti.