TIL BAKA

Kundalini jóga er öflugt og hraðvirkt og hannað fyrir fjölskyldufólk í nútíma samfélagi. Kundalini jóga er áttfalt jóga eins og Patanjali skilgreinir það (Raja jóga) og í hverjum tíma er farið inn á alla þættina. Hljóðið er mikið notað með því að kyrja möntrur, lásar notaðir auk fjöldinn allur af mismunandi æfingalotum (kriyur). Þetta er því heildrænt og umfangsmikið jóga.

Með kundalini jóga áttum við okkur betur á okkar innra eðli, möguleikum og allri tilverunni. Með því getum við náð stjórn á orkunni sem liggur í dvala inní okkur. Það eykur innsæi, vitund og færni okkar í að takast á við hraða og breytingar nútímans. Ávinningurinn verður aukinn sköpunarkraftur þannig að við getum skapað það líf sem við kjósum, nýtt möguleikana til hins ýtrasta og framfylgt ætlunum og köllun af enn meiri krafti.

Hrönn Baldursdóttir mun kenna kundalinijóga eftir forskrift Yogi Bhajan í Yogasmiðjunni á haustönn 2017. Tímarnir verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.35 - 18.35. Þrjú sex vikna námskeið verða á tímabilinu og er verð fyrir hvert námskeið 20.000 kr og fylgir þá með aðgangur í opna tíma stöðvarinnar.

Skráning á póstfangið hronn@thinleid.is eða í síma 899 8588

Námskeiðin eru þessi: 

21. ágúst – 27. september, BYRJENDANÁMSKEIÐ Í KUNDALINIJÓGA
Á námskeiðinu verður farið í helstu stöður í kundalini jóga, öndun og helstu öndunaræfingar. Í hverjum tíma er gerð kriya (æfingalota), slökun og hugleiðsla sem henta byrjendum. Frætt um áhrif æfinga á öll kerfi líkamans, orkubrautir (nadis) og orkustöðvarnar. Einnig um lása, mudrur, möntrur, slökun, uppruna og innihald jóga, hreinsanir, jógalífsstíl og ástundun (Sadhana). 

2. október – 8. nóvember, JAFNVÆGI OG GLEÐI – kundalinijóga
Á námskeiðinu verða gerðar kriyur og hugleiðslur sem auka og viðhalda gleði, jafnvægi og öryggi. Í sumum tímum eru léttar og stuttar kriyur og í öðrum erfiðari og lengri eftir því hvaða áhrifum á að ná fram. Markmiðið er að finna eigin styrk og jafnvægi, líða vel í eigin líkama og rækta gleðina í sjálfum sér og umhverfinu.

13. nóvember – 20. desember, INNRI SÁTT – kundalinijóga
Á námskeiðinu verða gerðar kriyur og hugleiðslur sem efla með okkur sátt með það liðna og sátt með það sem er. Njótum þess við upphaf og fyrri hluta skammdegis að kyrra hugann, líta inn á við, upplifa og njóta kyrrðar augnabliksins og lokahluta ársins. Skammdegistilboð 18.000 kr.