TIL BAKA

Kundalini jóga er öflugt og hraðvirkt og hannað fyrir fjölskyldufólk í nútíma samfélagi. Kundalini jóga er áttfalt jóga eins og Patanjali skilgreinir það (Raja jóga) og í hverjum tíma er farið inn á alla þættina. Hljóðið er mikið notað með því að kyrja möntrur, lásar notaðir auk fjöldinn allur af mismunandi æfingalotum (kriyur). Þetta er því heildrænt og umfangsmikið jóga.

Með kundalini jóga áttum við okkur betur á okkar innra eðli, möguleikum og allri tilverunni. Með því getum við náð stjórn á orkunni sem liggur í dvala inní okkur. Það eykur innsæi, vitund og færni okkar í að takast á við hraða og breytingar nútímans. Ávinningurinn verður aukinn sköpunarkraftur þannig að við getum skapað það líf sem við kjósum, nýtt möguleikana til hins ýtrasta og framfylgt ætlunum og köllun af enn meiri krafti.

Hrönn Baldursdóttir hefur kennt Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan, í Yogasmiðjunni frá árinu 2017.
Á haustönn 2018 kennir hún kundalini Yoga á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.35 - 18.35.

Námskeið á haustönn 2018: 

20. ágúst – 26. september, 6 vikna námskeið. 
Ávinningurinn af kriyunum (æfingalotunum) og hugleiðslunum sem gerðar verða á námskeiðinu verður aukin orka, sköpunarkraftur og jafnvægi til að skapa það líf sem við kjósum, nýta möguleikana til hins ýtrasta og framfylgja köllun af meiri krafti.
Verð: 20.000 kr.

1. – 31. október, 5 vikna námskeið          JAFNVÆGI og GLEÐI
Ávinningurinn af kriyunum (æfingalotunum) og hugleiðslunum sem gerðar verða á námskeiðinu verður aukið jafnvægi tilfinninga og huga og meiri gleði.
Verð: 

5. nóv - 12. des, 6 vikna námskeið          JAFNVÆGI ORKUSTÖÐVANNA
Gerum kriyur og hugleiðslur sem styrkja og auka jafnvægi í orkustöðvunum átta. Námskeiðið stendur í fjórar vikur og er því átta skipti og er ein orkustöð tekin fy11rir í hverjum tíma. 
Verð: 

Námskeiðum fylgir aðgangur í opna tíma í Yogasmiðjunni í Spöng.
Skráning og upplýsingar á netfangið hronn@thinleid.is og sími 899 8588