jógagöngur.jpg
_MG_7820.jpg
27048950_10156007875998077_1491556465_o.jpg
jógagöngur.jpg

Jógagöngur - dags- og helgarferðir


SCROLL DOWN

Jógagöngur - dags- og helgarferðir


TIL BAKA

Stuttar og lengri jógagöngur í sumar

Helgarferð í Þjórsárdal með heilsunámskeiði, jógagöngum og námskeiði um starfsferilinn, vikulegar jógagöngur eru í boði í vor þar sem þú getur staldrað við, núll-stillt þig og markað áherslur þínar fyrir vorið og sumarið. Jóga er frábært tæki til að leiða hugann inn á við og íhuga stefnu þína.  

Í maí verða þrjú námskeið í þessum anda. Í vikulegum jógagöngum er nýtt þema í  hverri viku, gengið á ólíkum stöðum og heimaverkefni til að íhuga eða æfa úr verkfærakistu jógafræðanna. Lokaður hópur og takmarkaður fjöldi. 

Ávinningur þinn er að:

 • njóta náttúrunnar og iðka jóga úti
 • fá tækifæri til að íhuga eigin stefnu 
 • fá næðitíma fyrir þig og hvíld frá síma og neti

Þín leið býður upp á jógagöngur allt árið, af mismunandi lengd og á ýmsum stöðum á landinu. Í boði eru síðdegisgöngur, kvöldgöngur, dagsgöngur og lengri göngur og jógaferðir á hálendi og láglendi Íslands.  

Komið er á eigin bílum að upphafsstað göngu.

Hundar henta ekki með í jógagöngurnar. 

 

Síðdegis- og kvöldgöngur vorið 2018

mAí: 

 • Rólegar jógagöngur á þriðjudögum,  8. - 29. maí, kl. 18.00 - 20.00

Rólegar og auðveldar jógagöngur á malbikuðum stígum eða góðum malarstígum.
Gengið á ýmsum stöðum í jaðri höfuðborgarinnar. Léttar teyjur, jógastöður, öndunaræfingar og hugleiðslur eru gerðar í byrjun og lok göngu og einnig í pásum á gönguleiðinni. 

Gengið verður hjá Elliðavatni - um Bessastaðanes - í Heiðmörk Vífilstaðamegin - um Geldinganes. Heildar vegalengd er um 3-4 km í hvert skipti og gönguhraði um 3 - 3,5 km/klst.

Verð 8.000 kr. (4 skipti)

 • Jógagöngur á þriðjudagar,  8. - 29. maí, kl. 18.00 - 20.30

Gengið á grófum stígum og stundum ógreinilegum slóðum. Miðlungsléttar göngur, gönguhraði um 3,5 - 4 km/klst. Bæði gengið á sléttlendi og í miðlungsbrekkum. Léttar teyjur, jógastöður, öndunaræfingar og hugleiðslur eru gerðar í byrjun og lok göngu og einnig í pásum á gönguleiðinni.

Gengið á ýmsum stöðum í jaðri höfuðborgarinnar. Gengið verður: hjá Kaldárseli - um Esjuhlíðar - um Búrfellsgjá - um Úlfarsfell.
Verð:  kr. 10.000 kr. fyrir maí (4 skipti).  Hægt að mæta á fimmtudegi ef þátttakendur komast ekki alla þriðjudagana.

 • Kvöldgöngur á fimmtudögum,  3. - 31. maí, kl. 19.30 - 22.00

Gengið á grófum stígum og stundum ógreinilegum slóðum. Miðlungsléttar göngur, gönguhraði um 4 km/klst. og bæði gengið á sléttlendi og í miðlungsbrekkum. Jógastöður, öndunaræfingar og hugleiðslur eru gerðar í ferðunum og er eitt aðalstopp fyrir jóga. Í byrjun göngu er létt upphitun og öndunaræfing og í lokin eru léttar teygjur. Oft ræður veðrið því hversu löng jógalotan er en þá er stoppað oftar og styttra í einu. 

Gengið á ýmsum stöðum um 5 - 20 km fyrir utan höfuðborgina. Hér er dagskrá vorsins en röðin getur breyts: 

 • Frá Hafravatni að Borgarvatni og Þverfelli
 • Gengið um fáfarin svæði í Esju. Um 150 m hækkun.
 • Gengið á Heldafell í Hafnarfirði
 • Gengið inn í Blikdal
 • Gengið um Helgafell í Mosfellsbæ 

Verð:  kr. 12.500 kr. (5 skipti) fyrir kvöldgöngurnar. Hægt að mæta á þriðjudegi ef þátttakendur komast ekki alla fimmtudagana.

_MG_7820.jpg

Dagsferðir


Apríl - september

Dagsferðir


Apríl - september

ÚTIJÓGA - NÆRING - HEILSA
Jóga-dagsgöngur í sumar

Apríl - september 2018   

Dagskrá:  Á tímabilinu frá apríl fram í september verða tíu göngur á dagskrá. Göngurnar verða frá 3 upp í 8 klukkustunda langar. Oftast er farið á eigin bílum en í nokkur skipti er sameinast um rútu þar sem gangan endar á öðrum stað en byrjað er á. Hægt er að skrá sig og fara í stakar göngur eða skrá sig í allan pakkann og njóta þannig afsláttar. Það er ákveðin hvatning fólgin í því og meiri líkur á að maður fari af stað. 

Dagskrá: 

 • 22. apríl, kl.  10 - 14    Þingvellir, gengið með vatninu.  6 - 7 km  
 •   5. maí,  kl.  9 - 13     Fjallið eina.  5 - 6 km, um 100m aflíðandi hækkun.
 • 26. maí,  kl.  9 - 13     Stardalshnúkur, Þríhnúkar og Tröllafoss.  7 km, um 150 m hækkun.
 • (9.) 16. júní,kl. 9 - 12.30     Hafnarberg.  7 - 8 km 
 • 21. júní,   kl.  9 - 12     Sólstöðuganga á Blákoll.  6 km, um 200 m hækkun.
 • 24. júlí,   kl.  9 - 16     Frá Þrengslum að Bláfjöllum. 16 km, aflíðandi lítilsháttar hækkun í lokin.
 •   1. ágúst, kl. 9 - 13     Kýrdalshryggur - Vörðuskeggi. 9 - 10 km, um 350 m hækkun.
 • 19. ágúst, kl. 10 - 14   Spákonuvatn og Sog. 6 km, um 150 m hækkun.
 • 15. sept., kl.  9 - 13     Yfir sigdæld Þingvalla.  7 - 8 km.
 • 23. sept., kl.  9 - 13    Gengið um Sporhellu og Háhrygg á Hengilsvæði.  6 - 7 km, hækkun og lækkun á víxl.

Ávinningur þinn: 

 • Ganga og leiðsögn um ýmis göngusvæði
 • Jóga í nátttúrunni  
 • Fræðsla og leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun
 • Fræðslupunktar til sjálfseflingar og stefnumótunar
 • 30% afsláttur af einum tíma í náms- og starfsráðgjöf

Skráning  í síma 899 8588 og í tölvupósti til: hronn@thinleid.is

Umsjón með göngunum: Hrönn Baldursdóttir jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi.

Jóga: Í hverri göngu verða gerðar ýmsar jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðslur,gönguhugleiðslu og slökun. Ýmist er farið í hatha-jóga eða kundalinijóga (skv forsrift Yogi Bhajan). Æfingarnar henta bæði byrjendum og lengra komnum og ekki nauðsynlegt að vera liðugur.

Útbúnaður:  Hlý og skjólgóð föt, gönguskór, vetlingar og höfuðfat. Teppi til að sitja eða liggja á í æfingum og slökun. Vatn, nesti og heitur drykkur. Nánari upplýsingar eru veittar við skráningu og fyrri hverja göngu.

Annað: Hundar henta ekki með í göngurnar.

Verð:  Stök 3-5 tíma ganga kostar 4.000 kr. og stök langa gangan 24. júlí kostar 6.000 kr. auk aksturs á milli upphafs og enda göngu.
Klippikort eru í boði og gilda þau bæði fyrir sumar- og vetrargöngurnar og gilda í 1 ár frá kaupdegi.

 • Kort fyrir 5 göngur: 15.000 
 • Kort fyrir 10 göngur: 20.000

(Í 8 tíma gönguna fara 2 göt auk kostnaðar fyrir akstri að bílum).

Hikið ekki við að hafa samband með spurningar og vangaveltur um sérþarfir eða annað.

Ferðirnar og sérferðir: Hafðu samband ef þú vilt vita meira um göngurnar eða panta sérsniðna ferð fyrir hópa og sérstök tækifæri.


27048950_10156007875998077_1491556465_o.jpg

Helgarferðir


Helgarferðir


JÓGA - OG HEILSUFERÐ Í þJÓRSÁRDAL 8. - 10. JÚNÍ 2018
Útijóga, gönguferðir, hugleiðslur, Yoga Nidra, námskeið um meltingu, næringu og starfsánægju

Jóga, útivist, heilsufræðslu og markmiðssetningu fléttað saman 

Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík inn í Þjórsárdal og verður leiðsögn og fræðsla um heilsuna, jóga og svæðið sem við förum um á leiðinni. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun báða dagana. Gisting að Hólaskógi báðar næturnar þar sem verða tvö námskeið:

 • Heilsunámskeið: á því verður fjallað um meltingu, hvað farið getur úrskeiðis í henni, áhrif meltingar og næringar á andlega og líkamlega heilsu. Fjallað um lifrina og hreinsun hennar og margt fleira 
 • Námskeið um starfsánægju: á því verður fjallað um áhuga, eldmóð og starfsþróun. Rætt um kulnun, einkenni hennar og hvað hægt er að gera til að fyrirbyggja hana. Á kvöldin er í boði að fara í Yoga Nidra

Kvöldverður er innifalinn bæði kvöldin og hádegisverður laugardag og sunnudag. Máltíðirnar eru vegna fæði sem er hreinsandi og nærandi.  Áhersla verður á náttúruupplifun, núvitund og hugleiðingar um eigin heilsu, markmið og ásetning. 

Föstudagur:

 • Lagt af stað frá Reykjavík með sérrútu kl. 13.00
 • Stoppað og gengið að Hjálparfossi þar sem farið er í jóga; léttar teyjur, öndun og hugleiðsla
 • Rútan keyrir hópinn að Hólaskógi
 • Kvöldverður og inngangur að heilsunámskeiði
 • Jóganidra og/eða gufubað

Laugardagur:

 • Morgunjóga og morgunverður
 • Heilsunámskeið
 • Hádegisverður
 • Gönguferð frá Stöng að Háafossi (4 klst.) með jóga, hugleiðslu og nestisstoppum á leiðinni
 • Kvöldverður 
 • Jóganidra og/eða gufubað 

Sunnudagur:

 • Morgunjóga og morgunverður
 • Gönguferð að Gjánni og jóga þar (2-3 klst) 
 • Hádegisverður með stuttum fræðslupistlum
 • Heimferð síðdegis og komið í bæinn um kl. 18.00

Verð:  58.000 kr. Snemmskráning: 10% afsláttur ef bókað er fyrir 30. apríl.

Innifalið: 

 • Rútuferðir og leiðsögn
 • Næringar- og heilsunámskeið
 • Námskeið um starfsánægju og þína leið á starfsferlinum
 • Kvöldverður og morgunmatur
 • Gisting í svefnpokaplássi í góðri aðstöðu í skálanum Hólaskógi
 • Hádegisverður tvo af dögunum og te/kaffi
 • Jóga í náttúrunni og jóga nidra að kvöldi (inni)
 • Leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun
 • Uppskriftir og fræðslupunktar um næringu og heilsu
 • Áætlunar- og markmiðablöð til sjálfseflingar og stefnumótunar
 • 25% afsláttur af ráðgjöf hjá námskeiðshöldurum (næringarráðgjöf / náms- og starfsráðgjöf)

Skráning  í síma 899 8588 og í tölvupósti til: hronn@thinleid.is eða heida@heidabjork.com

Verðskilmálar: Við skráningu þarf að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald og ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 2 vikum fyrir ferð. Lágmarksfjöldi eru 8 manns til að ferð sé farin. Endurgreitt er ef forföll eru tilkynnt viku fyrir brottför eða fyrr en annars er 50% endurgreitt ef afboðað er minna en viku fyrir brottför. Takmörkuð pláss.

Námskeiðshaldarar: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, leiðsögumaður og kennari og Hrönn Baldursdóttir jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi.