jógagöngur.jpg
jógagöngur.jpg
_MG_7820.jpg
jógagöngur.jpg

síðdegisgöngur


SCROLL DOWN

síðdegisgöngur


TIL BAKA

Síðdegisgöngur með jóga 

Jóga í náttúrunni er frábært til að leiða hugann inn á við um leið og þú tengist betur við jörðina og náttúruna. Ef við viljum hugsa út fyrir boxið þá er það auðveldara ef við FÖRUM út fyrir boxið og förum út úr húsi.

Við erum ein heild og til að efla eigið þor og viljastyrk þá þarf líka að efla og styrkja líkamann. Hreyfing líkamans hjálpar okkur að koma hreyfingu á verkefni og markmið. Að breyta um staðsetningu hjálpar okkur að sjá nýjar hliðar á málum og nýja möguleika.

Á vorin og haustin eru styttri jógagöngur í boði á fimm vikna tímabili og mismunandi þema í  hverri göngu úr verkfærakistu jóga og starfsráðgjafarfræðanna. Gengið er á mismunand stöðum tvisvar sinnum í viku. Hægt er að velja að koma í 5 eða fleiri göngur af þeim 10+ sem verða í boði. Takmarkaður fjöldi í heildina.

Ávinningur þinn er að þú:

 • nýtur náttúrunnar og útiveru

 • iðka jóga oftar úti

 • leiðir hugann oftar að eigin stefnu og ásetningi

 • færð meiri næðitíma fyrir þig og hvíld frá síma og neti

Komið er á eigin bílum að upphafsstað göngu.
Hundar henta ekki með í jógagöngurnar. 

—————————————————————————————————————————————————————————
Langoftast viðrar ágætlega til útiveru en ef Veðurstofan gefur úr gula, appelsínugula og rauða viðvörun FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ þá fellur jógagangan niður.

jógagöngur.jpg

Síðdegisgöngur - haust


Síðdegisgöngur - haust


TIL BAKA

Jógagöngur - vor 2020

27. apríl - 27. maí:

 • Jógagöngur - Útijóga mánudagar og miðvikudagar, kl. 18.00 - 20.30

  Gönguhraði er um 3,5-4,0 km/klst og frekar lítil hækkun. Flestar göngurnar eru 4-6 km.

  Svæði:

  • A - Jóga fyrir jarðtengingu og sleppa taki

  • B - Jóga fyrir viljastyrk og stefnu

  • C - Jóga fyrir aukið jafnvægi

  • D - Jóga fyrir sköpunargleði og innsæi

  • E - Jóga fyrir öryggi og ákveðni

  • F - Jóga fyrir staðfestu og úthaldi

Nánar:
Í Gengið á grófum stígum og stundum ógreinilegum slóðum. 
Léttar teyjur, jógastöður, öndunaræfingar og hugleiðslur eru gerðar í byrjun og lok göngu og einnig í pásum á gönguleiðinni.
Þemu sem fjallað er um: Núverandi staða – sleppa því gamla – finna stefnu – öryggi og ákveðni – styrkur og úthald – að ná takmarki.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og útbúnað við skráningu á sérstökum facebook-hópi “Jógagöngur - vor 2019”.

Skráning og verð:
VERÐ:
-.000 kr. tímabilið.

Skráning í síma 899 8588, á netfangið hronn@thinleid.is, í skilaboðum á facebooksíðu Þín leið eða á þetta FORM.

~ sat nam ~ ~ sat nam ~ ~ sat nam ~ ~ sat nam ~ ~ sat nam ~ ~ sat nam ~ ~ sat nam ~ ~ sat nam ~

16. - 18. september morgun-jógagöngur - frítt

 • Morgun-Jógagöngur, kl. 6.30 - 7.30

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru verða stuttar morgun-jógagöngur mánudag, þriðjudag og miðvikudag 16. - 18. september. Gengið er af stað kl. 6.30 og komið til baka að byrjunarpunkti um kl. 7.30.

Þemað verður að hlusta eftir ryþma náttúrunnar og tengja eigin ryþma við takt náttúrunnar.

Frekar rólegar og stuttar göngur og staldrað oft við til að njóta, anda, hugleiða og teygja. Vegalengd sem gengin er um 1-2 km og gönguhraði ræðst af hitastigi. Mismunandi svæði í hvert skipti og mæta má án skráningar á upphafsstað. Ekki hentar að taka hunda með þó að þeir séu yndislegir.

Upplýsingar um staðsetningu koma á facebook-síðuna “Jógagöngur - Þín leið” þegar nær dregur.

—————————————————————————————————————————————————————————
Langoftast viðrar ágætlega til útiveru en ef Veðurstofan gefur úr gula, appelsínugula og rauða viðvörun FYRIR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ þá fellur jógagangan niður.

_MG_7820.jpg

Dagsferðir


Njótum náttúru og kyrrðar

Dagsferðir


Njótum náttúru og kyrrðar

ÚTIJÓGA - NÆRING - HEILSA
Jóga-dagsgöngur 2019:

Dagskrá:  Nokkrar dagsgöngur eru á dagskrá yfir árið og taka flestar um 4 klukkustundir. Farið er á eigin bílum og möguleiki að sameinast í bíla. Hægt er að koma í stakar göngur eða kaupa klippikort með 5 og 10 göngum. Það er ákveðin hvatning fólgin í því að skuldbinda sig oftar og meiri líkur á að koma sér út.  

Dagskrá: 

 • 16. júní Höskuldarvellir og Spákonuvatn. Farið á eigin bílum.

 • 24. ágúst Hengilsvæðið; Dyradalur, Sporhellan og Háhryggur. Farið á eigin bílum.

 • 14. september Heilsdagsjógaferð um suðurland. Farið með rútu.

Ávinningur þinn: 

 • Ganga og leiðsögn um ýmis göngusvæði

 • Jóga í nátttúrunni

 • Fræðsla og leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun

 • Fræðslupunktar til sjálfseflingar og stefnumótunar

Skráning  í síma 899 8588 og í tölvupósti til: hronn@thinleid.is

Umsjón með göngunum: Hrönn Baldursdóttir jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi.

Jóga: Í hverri göngu verða gerðar ýmsar jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðslur,gönguhugleiðslu og slökun. Ýmist er farið í hatha-jóga eða kundalinijóga (skv forsrift Yogi Bhajan). Æfingarnar henta bæði byrjendum og lengra komnum og ekki nauðsynlegt að vera liðug.

Útbúnaður:  Hlý og skjólgóð föt, gönguskór, vetlingar og höfuðfat. Teppi til að sitja eða liggja á í æfingum og slökun. Vatn, nesti og heitur drykkur. Nánari upplýsingar eru veittar við skráningu og fyrrir hverja göngu.

Annað: Hundar henta ekki með í göngurnar.

Verð:  Stök 4-5 tíma ganga kostar 4.000 kr. / Rútuferðin 4.maí kostar 10.500 kr.

Hikið ekki við að hafa samband með spurningar og vangaveltur um sérþarfir eða annað.

Ferðirnar og sérferðir: Hafðu samband ef þú vilt vita meira um göngurnar eða panta sérsniðna ferð fyrir hópa og sérstök tækifæri.