TIL BAKA

Jóga Nidra er endurnærandi slökunarhugleiðsla. Í Jóga Nidra ferðu niður á stigið milli svefns og vöku þar sem við erum mest móttækileg fyrir nýjum ásetningi og hægt er að endurmóta hegðun og vana. Með Jóga Nidra upplifirðu meira en vöku- og draumástand, þú getur upplifað hina djúpu kyrrð sem er í dvala innra með þér. 

Rannsóknir sýna að Jóga Nidra vinnur af krafti gegn skaðlegum áhrifum streitu, minnkar taugaspennu og bætir svefn. Regluleg ástundun styrkir ónæmiskerfið, lækkar blóðþrýsting og dregur úr verkjum. 

Hægt er að panta stök eða fleiri skipti fyrir hópa eða vinnustaði. 

Jóga Nidra - Námskeið 4. - 30. apríl 2018 

Tvisvar sinnum í viku í apríl, á mánudögum og miðvikudögum kl. 20.00 - 21.00. Alls átta skipti. 
Tímarnir eru í jógasal Yogasmiðjunnar í Spönginni 37 í Grafarvogi. 
Í byrjun tímanna eru örstuttar, léttar teygjur og róandi öndunaræfing. Að því búnu er lagst í slökun og leitt inn í Yoga Nidra og er legið í slökunarstöðu það sem eftir er tímans. 

Verð 15.000 kr. 

 

Jóga Nidra gegn Kulnun - Námskeið 24.feb - 10.mars 2018: 

Á námskeiðinu sem eru þrjú skipti, hefst hver tími á stuttum og léttum teygjum og öndunaræfingum. Að því loknu tekur við liggjandi leidd hugleiðsla í djúpslökun þar sem hægt er að vinna með undirmeðvitundina. Leitt er inn í djúpslökun og leiddar hugleiðsluæfingar sem hafa áhrif til aukinnar starfsgleði og spornað er gegn kulnun í starfi. Leiðbeint er um hugleiðslur sem hægt er að gera heima.

Námskeiðið er dagana 24.febrúar, 3. og 10. mars á laugardögum kl. 11.45 - 12.45 í Yogasmiðjunni í Spönginni í Grafarvogi. Dýnur, púðar og teppi eru á staðnum. Námskeiðinu fylgir aðgangur í alla opna tíma og Gong slökun.

Verð: 6.000 kr. Skráning og upplýsingar á netfangið hronn@thinleid.is og sími 899 8588.