_ForsíðaMG_7845.jpg
Fimmvorduhals2014.jpg
_ForsíðaMG_7845.jpg

Hálendisgöngur


SCROLL DOWN

Hálendisgöngur


TIL BAKA

Þín leið í óbyggðum 

Í hálendiskyrrðinni kemstu nær þínu innra sjálfi, ferð aðeins út fyrir þægindahringinn en upplifir ró, kyrrð og íhugun. Mikil streita og álag fylgir oft daglegu lífi og því er nauðsynlegt að passa vel uppá eigin heilsu, bæði þá líkamlegu og andlegu. Gönguferðir í óbyggðum eru frábært tækifæri til að vinda ofan af sér eftir annasaman vetur og hlaða batteríin upp á nýtt. 

Leiðirnar:  Gengið er um fallegar, kyrrlátar og fáfarnar slóðir. Farið er á milli skála með búnaðinn á bakinu og gengið frá stað A til B. Einnig er hægt að panta sérferðir þar sem gist er á sama stað, gengið milli skála með trússi eða gengið með tjöld. 

Jóga í ferðunum: farið í jóga á morgnana áður en göngurnar hefjast fyrir þá sem vilja. Á göngunni verður jóga-, hugleiðslu- og slökunarstopp að minnsta kosti tvisvar sinnum fyrir utan hefðbundnar pásur. Einnig verður farið í jóga á kvöldin eftir göngu dagsins. 

Veðrið á Íslandi er skemmtilega breytilegt og því gefast tækifæri til jógaiðkunnar á hverjum degi. Jóga er fjölbreytt og því er hægt að aðlaga það breytilegum aðstæðum. Oftast viðrar vel fyrir sitjandi og liggjandi æfingar en annars eru gerðar standandi æfingar. Alltaf er hægt að gera öndunaræfingar, hugleiðslu eða gönguhugleiðslu. Byrjendur jafnt sem vanir geta notið æfinganna sem koma bæði úr hatha-jóga og kundalini-jóga.

To discover yourself you have to leave the city of your comfort and go into the wilderness of your intuition.
What you'll discover will be wonderful. What you'll discover is yourself. - Alan Alda

Fimmvorduhals2014.jpg

Fimmvörðuháls


Jógaferði yfir Fimmvörðuháls

Fimmvörðuháls


Jógaferði yfir Fimmvörðuháls

FIMMVÖRÐUHÁLS - JÓGAGANGA
6. - 8. SEPTEMBER 2019

Eflandi - Styrkjandi - Slakandi

GÖNGUFERÐ YFIR FIMMVÖRÐUHÁLS FRÁ SKÓGUM Í BÁSA

LEIÐIN:  
Dagur 1:  Reykjavík – Skógar – Fimmvörðuskáli, 14 km, 1036 m hækkun.
Dagur 2: Fimmvörðuskáli – Básar, 11 km, 886 m lækkun
Dagur 3:  Básar – Reykjavík, 5 km

NÁNARI LÝSING: 
Fyrsti dagur: Lagt er af stað með rútu frá Reykjavík kl. 8 á föstudegi og að Skógum. Um hádegi er gengið af stað upp í Fimmvörðuskála þar sem gist er og á leiðinni sjáum við fádæma falleg fossaröð frá byrjun göngunnar til enda. Frá göngubrú yfir Skógá sem er í 600 m hæð er haldið eftir Skógá-vestari þar sem enn fleiri fossar verða á leið okkar og færri hafa séð. Mikill gróður er á fyrri hluta leiðarinnar sem fer smám saman þverrandi uns hann hverfur nær alveg. Njótum þess síðan að dvelja uppi á Fimmvörðuhálsi á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls í svart-hvítu umhverfinu.

Vegalengd er 14 km, hækkun um 1050 m. og ferðatími um 6 klst. með pásum (jóga og nesti).

Annar dagur: Haldið er af stað frá skálanum og nú liggur leiðin um nýja hraunið frá 2010 og framhjá Magna og Móða. Fljótlega förum við að lækka hæðina þegar við höldum niður í átt að Básum. Í góðu skyggni er hérna dásamlegt útsýni yfir Þórsmörkina og í átt að Fjallabaki. Nú göngum við úr gróðurauðninni inn í mikið og fallegt gróðurlendi og í allt annað landslag. Við njótum leiðarinnar og höfum hraða eftir því hvað hentar því við höfum nægan tíma. Komið í skála um kaffi/te-leitið og komum okkur fyrir og slökum á í fallegu umhverfi Bása.

Vegalengd er 11-12 km, lækkun um 900 m. og ferðatími um 6-7 klst. með pásum (jóga og nesti).

Þriðji dagur:  Vöknum rólega og eigum stutta jógastund fyrir morgunmat. Höldum síðan í um 3 tíma göngu inn eftir Goðalandi og könnum framandi staði ásamt því að eiga ljúfa jógastund. Höldum heim á leið eftir hádegi og komum í bæinn um kl. 18.

Vegalengd er um 8 km, hæðabreyting um 100 m.

JÓGA Í FERÐINNI:  Á morgnana njótum við þess að fara út í tært morgunloftið og fylla okkur orku með jóga og öndun. Yfir daginn stoppum við síðan þar sem hentar og gerum ýmsar jógaæfingar, hvort sem það eru jógastöður, öndunaræfingar eða hugleiðslur. Gott slakandi jóga er svo á kvöldin. Veðráttan á Íslandi er skemmtilega breytileg og því gefast alltaf tækifæri til jógaiðkunnar á hverjum degi. Jóga er fjölbreytt og því er hægt að aðlaga það breytilegum aðstæðum.

Gott er ef þátttakendur hafa einhverja reynslu af jóga en það er ekki nauðsynlegt. Jógað í ferðinni er hatha-jóga, Kundalini-jóga eftir forskrift Yogi Bhajan og Yoga Nidra.

Auk jógaiðkunnar verður spjall og hugleiðingar um tengsl okkar við náttúruna, rætur okkar, vana og hvernig við sækjum okkur innri styrk.

ÚTBÚNAÐUR OG MATUR:  Göngufatnaður, hlífðarfatnaður og gönguskór. Svefnpoki og lítill dagpoki fyrir gönguferðir. Gengið er með dagpoka og svefnpoka og nesti fyrir göngudagana tvo. 

VERÐ:  45.900 kr. m.vsk. Staðfestingargjald, 10.000 kr. greiðist við skráningu.

LEIÐSÖGN: Leiðsögn og jóga í ferðinni: Hrönn Baldursdóttir jógakennari og gönguleiðsögumaður.
Lögð er áhersla á ferðaöryggi og að leisögumenn hafi lokið námskeiðinu “Fyrstu hjálp í óbyggðum".

SKRÁNING:  í síma 899 8588 eða í tölvupósti til hronn@thinleid.is
Hikið ekki við að hafa samband með spurningar og vangaveltur um sérþarfir eða annað.

Fyrirvari er gerður um stöku breytingar ef þörf er á vegna veðurs eða annarra þátta.