_ForsíðaMG_7845.jpg
_ForsíðaMG_7845.jpg

Hiking with yoga


SCROLL DOWN

Hiking with yoga


BACK

Kundalini yoga in the nature:
Snæfellsnes peninsula - June 2019

Restorative - Strengthening - Relaxing

MORGUN-, SÍÐDEGIS- OG KVÖLDJÓGA. ÖNDUNARÆFINGAR , HUGLEIÐSLA OG SLÖKUN

Mikil streita og álag fylgir oft daglegu lífi og því er nauðsynlegt að passa vel uppá heilsuna. Bæði þá líkamlegu og þá andlegu. Gönguferðin er frábært tækifæri til að vinda ofan af sér eftir annasaman vetur og hlaða batteríin upp á nýtt. 

Hámarksfjöldi í ferðinni eru 12.
Lögð er áhersla á þægilegan gönguhraða og ferðaöryggi en leiðsögumaður hefur lokið námskeiðinu “Fyrstu hjálp í óbyggðum". 

LEIÐIN: Gengið er um Kjalveg hinn forna og gist í skálum á leiðinni. Farið er frá Hvítárnesi að Hveravöllum, um lyngivaxnar hlíðar og gróna dali. Meðfram ám, jöklum og fögru útsýni til fjalla og jökla, með söguna við hvert fótmál. Leiðin en falleg, gróin og með lítilli hæðabreytingu og því tilvalin til að njóta slökunar og jóga í náttúrunni.

Gönguleiðin liggur töluvert langt vestan við akveginn og því verður maður ekki var við bílaumferð. Gengið er meðfram heiðum, fellum og jökulá austan við Langjökul. Í góðu skyggni má sjá Hofsjökul, Kerlingafjöll, vesturhluta Vatnajökuls, Torfajökul og Mýrdalsjökul fyrir utan Langjökul og Hrútfellið. 

Dagur 1: Reykjavík – Hvítárnes, síðdegisganga um 5 km og góður tími fyrir jóga.
Dagur 2:  Hvítárnes – Þverbrekknamúli, 12 km, 100 m hækkun
Dagur 3:  Þverbrekknamúli – Þjófadalir, 14 km, 100 m hækkun
Dagur 4:  Þjófadalir – Hveravellir, 12 km, 80 m hækkun. Farið í heitu laugina á Hveravöllum áður en rútan er tekin til Reykjavíkur.

JÓGA Í FERÐINNI:  Farið er í jóga á morgnana áður en gangan hefst, á leiðinni verður jóga-, hugleiðslu- og slökunarstopp að minnsta kosti tvistvar sinnum fyrir utan hefðbundnar pásur. Einnig verður farið í jóga á kvöldin eftir göngu dagsins. Veðráttan á Íslandi er skemmtilega breytileg og því gefast alltaf tækifæri til jógaiðkunnar á hverjum degi. Jóga er fjölbreytt og því er einnig hægt að aðlaga það breytilegum aðstæðum. Stundum eru gerðar standandi æfingar, oft viðrar vel fyrir sitjandi og liggjandi æfingar og síðan er alltaf hægt að gera öndunaræfingar og hugleiðslu. Byrjendur jafnt sem vanir geta notið æfinganna sem koma bæði úr hatha-jóga og kundalini-jóga.

ÚTBÚNAÐUR OG MATUR: Bera þarf svefnpoka, fatnað og mat fyrir ferðina og því er mikilvægt að vanda pökkun vel. Nánar verður farið í útbúnað á undirbúningsfundi og þátttakendur fá sendan ýtarlegan útbúnaðarlista yfir útbúnað, föt og mat. Ef farið er eftir leiðbeiningum ætti bakpokinn að verða hæfilega léttur og að hámarki 10 kg.

Hver og einn kemur með mat fyrir sig að eigin smekk og er jógafæði ekki skilyrði :) 

Athugið að fyrsta nóttin er í Hvítárnesi sem er skammt frá þar sem farið er úr rútunni. Heilir göngudagar með allar byrgðar eru því tveir og þyngd vegna matar er því ekki mikil. Lokagöngudaginn er pokinn léttari og einungis eftir hádegis- og síðdegisnesti af upphaflegum mat. 

VERÐ: Heildarverð ferðarinnar er 56.500 kr. Innifalið: Gisting, rúta, leiðsögn og jógakennsla.
Athugið mögulega niðurgreiðslu frá stéttarfélagi, t.d. fá félagar í KÍ 7.500 kr orlofsstyrk og greiða 15 punkta. Félagar í Ferðafélagi Íslands fá 6000 kr afslátt.  

Verðskilmálar: Við skráningu þarf að greiða 5.000 kr. staðfestingargjald sem ekki fæst endurgreitt ef forföll verða (nema annar þátttakandi komi í staðin). Tveimur mánuðum fyrir ferð þarf að greiða 12.000 kr til viðbótar (endurgreitt er 80% af því ef afboðað er meira en 2 vikum fyrir brottför). Ganga þarf endanlega frá greiðslu í síðasta lagi tveimur vikum fyrir ferð. 

Hikið ekki við að hafa samband með spurningar og vangaveltur um sérþarfir eða annað. 

Gönguferð um Kjalveg


Gönguferð um Kjalveg


Texti