TIL BAKA

Hatha-yoga er hugsað sem undirbúningur fyrir hugleiðslu. Ef við eigum að geta setið tímunum saman og hugleitt (þó ekki væri nema í korter), þá þarf líkaminn að vera undir það búinn. Fljótlega finnum við fyrir verkjum og stirðleika og þá er einbeitingin sem þarf fyrir hugleiðslu rokin út í veður og vind. Hvort sem fólk ætlar að stunda hugleiðslu eða ekki þá geta allir nýtt sér ávinning af hatha-yoga ástundun en þeir helstu eru: betri líkamleg líðan, betri melting, aukin einbeiting, betri svefn, aukið andlegt jafnvægi og meira sjálfstraust. Margt fleira mætti nefna en í heildina erum við mun betur í stakk búin að takast á við amstur daglegs lífs.

Í stuttu máli:
Yoga eykur:  sjálfstraust, viljastyrk, næmni, einbeitingu, sjálfsþekkingu og getu til að sitja lengi í hugleiðslu.
Yoga bætir:  andlega og líkamlega líðan, svefn, meltingu, líkamsstöðu, samskipti og fleira.

Þín leið með yoga: Grunnþekking á jóga kemur öllum að gagni í nútímasamfélagi, hvort sem ætlunin er að stunda það reglulega eða nýta það sem hentar hverju sinni. Margar leiðir eru til að ástunda jóga. Kynntu þér leiðirnar, prófaðu og veldu það sem þér henntar best á hverjum tíma í lífi þínu. 

Hugleiðslunámskeið

Hugleiðslunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna, 3. nóvember – 1. desember 2018

Laugardagar kl. 11.45 – 12.45  (5 skipti)

Á námskeiðinu verða kennd grunnatriði hugleiðslu og fjallað um ávinning af því að hugleiða. Ýmsar tegundir af hugleiðslum verða kynntar og æfðar og má þar nefna hugleiðslur í þögn; hugleiðslur með möntrum, bæði upphátt og í hljóði; hugleiðslur með öndun; leiddar hugleiðslur með sjónsköpun; og einnig hugleiðslur með ýmsum hreyfingum en það hjálpar okkur að halda athyglinni í hugleiðslunum.

Í hverjum tíma eru kynntar og gerðar nokkrar hugleiðslur. Þær eru gerðar mislengi eða frá 3 upp í um 10 mínútur þó flestar verði í styttra lagi. Inn á milli verða gerðar stuttar og léttar liðkandi teygjur. Í lok hvers tíma verður farið í 10 mínútna slökun. Gott að vera í þægilegum fötum sem þrengja ekki að líkama en jógafatnaður er ekki nauðsynlegur. Jógadýnur, púðar og teppi eru á staðnum.

Námskeiðið hentar byrjendum og lengra komnum og getur verið góður grunnur fyrir áframhaldandi ástundun. Þátttakendur fá minnisblöð með samantekt eftir hvern tíma. 
„Besta hugleiðslan er sú sem er gerð.“

Laugardagar, 3. nóv. - 1. des, kl. 11.45 - 12.45, í Yogasmiðjunni í Spöng í Grafarvogi
Verð 11.500 kr.   

Jóganámskeið fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri,  8. - 29. nóvember 2017 

Jógateygjur – Öndunaræfingar – Djúpslökun – Hugleiðsla  

Njóttu þess að koma í jóga einu sinni í viku í nóvember. Frábært leið til að vinna gegn streitu, æfa hugleiðslu, auka innri styrk og vellíðan. Tímarnir henta bæði byrjendum og þeim sem hafa prófað jóga áður. Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum. Koma í þægilegum fötum sem þrengja ekki að.

Miðvikudagar, 8. - 29. nóvember, kl. 15.15 - 16.15, í Yogasmiðjunni í Spöng í Grafarvogi
Verð 6.000 kr.   Fyrir námsfólk er 10% afsláttur, verð 5.400 kr. 

 

Jóganámskeið fyrir unglinga,  6. - 20. desember 2017 

Jógateygjur – Öndunaræfingar – Djúpslökun – Hugleiðsla  

Stutt jóganámskeið í desember fyrir unglinga 13 - 16 ára. Frábært er að upplifa innri kyrrð með því að iðka jóga á stystu dögum ársins.    Gerðar verða einfaldar jógastöður, öndunaræfingar og farið í slökun og hugleiðslu.

Tímarnir henta bæði byrjendum og þeim sem hafa prófað jóga áður. Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum og koma í þægilegum fötum sem þrengja ekki að. 

Miðvikudagar, 6. - 20. desember, kl. 15.15 - 16.15, í Yogasmiðjunni í Spöng í Grafarvogi
Verð 4.300 kr. 

Vikunámskeið í júní fyrir 13 - 16 ára

Jóganámskeið fyrir unglinga verður í vikunni 12. - 16. júní í Yogasmiðjunni í Spöng. Hvert skipti er 90 mínútur og inniheldur bæði fræðslu, jógaæfingar, slökun og hugleiðslu. Farið verður vel í ýmsar jógastöður, sólarhyllingu og slökun. Æfðar verðar ýmsar öndunaræfingar og mismunandi hugleiðslur. Fræðst verður um jógalífstíl, ávinning af jóga og ástundun. 

Tímasetning: 11. - 15. júní 2018.   Verð: 12.000 kr.
Tveir hópar í boði: Hópur 1: kl. 10.00 - 11.30  Hópur 2: kl. 13.00 - 14.30.  

Skráning í síma 899 8588, netfangið hronn@thinleid.is eða smella á "Hafa samband" hnappinn hér fyrir neðan.