jógagöngur.jpg
_MG_7960.jpg
_MG_7820.jpg
jógagöngur.jpg

síðdegisgöngur


SCROLL DOWN

síðdegisgöngur


BACK

Síðdegisgöngur með jóga

Tveggja klukkustunda gönguferð með jógaæfingum  

Keyrt er 5 - 20 km út fyrir mörk höfuðborgarinnar og gengið í náttútunni fjarri umferð og mannaferðum. Farið er á eigin bílum og alltaf á mismunandi staði. Gengið er af stað kl. 18.

Gönguferðirnar styrkja okkur á líkama og sál og gefa okkur næði frá ys og þys borgarinnar. Göngurnar eru fremur auðveldar og ekki gengið um mikinn bratta. Í hverri göngu er farið um ný svæði, sem eru falleg, gróin og auðvelt að finna skjól og undirlendi til að stoppa og gera æfingarnar. 

Stoppað er á vel völdum stöðum til að gera jógaæfingar, öndunaræfingum, slökun og hugleiðslu. 

Gönguhraða er stillt í hóf en gengið hæfilega hratt til að halda á sér hita. Jógastoppin og pásur eru miðaðar út frá veðri og ýmist stoppað sjaldnar og lengur eða oftar og styttra í einu eftir hvað hentar. Best er að taka flísteppi með til að sitja eða liggja á í æfingum og slökun. Lagst er niður þar sem er gróður og þurrt en ef rignir er stoppað í styttri tíma og frekar gerðar standandi og sitjandi æfingar.

Ekki hentar að koma með hunda í göngurnar og hámarksfjöldi í ferðunum er um 16 manns.

Mars 2017: fimmtudagar  kl. 18.00-20.00.       

Apríl - júní 2017: val er um mánudaga og fimmtudaga  kl. 18.00-20.00.       

Göngusvæði í nágrenni Esjunnar, við Kaldársel, Búrfellsgjá, fellin við Mosfellsbæ, sjávarsíðan, í hrauninu vestan Hafnarfjarðar, á Hellisheiði, í og við Heiðmörk, og víðar.

Jóga: Ýmsar jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðslur,gönguhugleiðslu og slökun. Ýmist er farið í hatha-jóga eða kundalinijóga (skv forsrift Yogi Bhajan).

Útbúnaður: Þátttakendur koma með nesti miðað við lengd göngu, vatn, hlý föt og flísteppi.

Skráning  í síma 899 8588 (um helgar og eftir kl 16 virka daga) og í tölvupósti til: hronn@thinleid.is

Verð: Klippikort fimm göngur: 8.000 kr. Stök ganga:2.000 kr. Hægt er að nota sama klippikort fyrir gönguhugleiðslu og er þá eitt "klipp" fyrir hvert skipti.

Hafðu samband ef þú vilt vita meira um göngurnar... 

_MG_7960.jpg

Hálfsdagsferð


Hálfsdagsferð


BACK

Boðið er reglulega upp á hálfsdagsgöngur með jóga og verða þær auglýstar sérstaklega. Einnig hægt að panta jógagöngur fyrir hópa og sérstök tækifæri. 

_MG_7820.jpg

Dagsferð


Dagsferð


Jóga-dagsgöngurnar gefa þér gott tækifæri til að draga þig út úr amstri daglegs lífs, njóta náttúrunnar, huga að markmiðum þínum og efla orku. Tilvalið sem fastur liður árlega.

Í jógadagsferðum er farið með rútu á upphafsstað og eins sækir rúta hópinn. Ferðirnar með akstri fram og til baka taka um 7-8 tíma en einnig er hægt að sérsníða ferðir fyrir hópa og sérstök tilefni.