Viewing entries in
Hugleiðsla

Sterkari saman!

Sterkari saman!

Einsettu þér að styrkja þig stöðugt og halda þér í styrknum!

Styrktu þig fyrir þig, því þú vilt koma ýmsu í verk. Styrktu þig fyrir þína nánustu til að geta stutt þau á þann hátt sem þú vilt. Styrktu þig fyrir samfélagið því framlag allra skiptir máli til að skapa og efla gott umhverfi.

Settu þér markmið um hvernig þú styrkir þig á allan hátt. Öll getum við styrkt okkur ef við byrjum þar sem við erum. Ef þú ferð tvö skref í dag, farðu tvö skref á morgun og smám saman fleiri. Ein armbeygja í dag og ein á morgun og smám saman fleiri. Ef þú talar við eina persónu í dag, heilsaðu tveimur á morgun …