Orka hvers og eins er auðlind sem mikilvægt er að fara vel með. Mikið og langvarandi álag skaðar starfskraftana og verður því hver að gæta að sér. Á Íslandi er unnið mikið en hér er fjórða lengsta vinnuvikan og mesta atvinnuþátttakan í Evrópu. Þessi mikla vinna leiðir þó ekki til meiri landsframleiðslu og vísbendingar eru um að of löng vinnuvika sé skaðleg heilsunni.

Í fyrra fór Reykjavíkurborg af stað með tilraunaverkefni þar sem starfsmenn á tveimur vinnustöðum vinna styttri vinnuviku fyrir sömu laun. Þetta hefur verið í umræðunni lengi og er því fagnaðarefni að þessi tilraun er hafin. Niðurstöðurnar lofa góðu og benda til að vinnuafköstin séu svipuð eða meiri á dag, líðan og heilsa betri og langtímaveikindi minni.

Með snjalltækin við hönd getum við á hinn bóginn alltaf verið ínáanleg í gegnum póst eða samfélagsmiðla. Því er mikilvægt að vera meðvituð um hvort við erum ráðin á stöðuga bakvakt og hvenær við erum raunverulega í fríi.